Skírnir - 01.06.1919, Page 78
172
Lækniogar fornmanna.
[Sklinir
ekki (Eyrbyggja kap. 45). Hann þóttist finna það á bragð-
inu, að þetta væri feigs manns blóð, og fréttist það síðarr
að maðurinn hefði dáið. Þetta má skilja þannig, að hol-
blóð er oft blandað galli eða gori, og finst það bæði á
bragði og lykt. — Snorri var löngum glöggur maður og"
greindur — enginn »meðalsnápur«, eins og hann sjálfur
kemst að orði um heimamann sinn, er vildi af alefli kippa
brókinni af öðrura Þorbrandssona, en gætti ekki að, að
snjót stóð gegnum fótinn, sem hafði níst saman fótinn og-
brókina, svo ekkert gekk. Það er annars spaugileg frá-
sögnin af því þegar Snorri tekur við þeim Þorbrandssonura
til lækninga. Þeir voru engar kveitur þeir karlar. Hinn
bróðirinn á bágt með að renna niður ostinum, sem hana
var að borða. Þegar Snorri goði spyr hann, hvernig á
því standi, segir hann »at lömbunum væri tregast um átit
fyrst er þau eru nýkefld«. »Þá þreifaði Snorri goði um
kverkarnar á honum, ok fann at ör stóð um þverar kverk-
arnar, ok í tunguræturnar. Tók Snorri goði þá spenni-
töng, ok kipti brott örinni; ok eftir' þat mataðist hann«..
Snorri græddi þá Þorbrandssonu.
Ekki verður séð á sögunum að venja hafi verið að
að launa læknum verk þeirra. En vel má vera að sva
hafi verið. í Vápnfirðingasögu er t. d. getið um að Þor-
kell Geitisson hafi laanað ríflega Þorvarði lækni fyrir að
græða handarsár hans. Gaf hann honum reiðhe3t og silf-
urhring að auki. Þætti það lagleg borgun nú á tímum.
Vera kann að Snorri og liinir vitrustu meðal forn-
læknanna hafi kunnað að stöðva blóðrás með fastreyrðum
urabúðum. En þó leikur grunur á, að hvorki hann né
aðrir hafi kunnað það svo vel, að fult gagn yrði að nema
þegar um minni háttar sár var að ræða. Eitthvað hafa
þeir kunnað, þvi jafnvel í Völsungakviðu hinni fornu er
það gefið í skyn:
»Komlnn es Helgi
dólgspor dreyra,
döglingr bað þik