Skírnir - 01.06.1919, Qupperneq 82
'176 Lækningar fornmanna. [Skirnir
vegar sýnist ekki Gunnlaugur ormstunga hafa haft fyiir
því áður en hann gekk fyrir Skúla jarl með ígerð i fæti
»sem freyddi ór upp blóð ok vágr, er hann gekk«.
T Vápnfirðingasögu er sagt frá því (11. kap.), að
Brodd-Helgi hafi hleypt vatni út úr sulli í kviðarholi, og
er það þá fyrsta sullaveikislækningin, sem sögur fara af
hér á landi, en eftir lýsingunni að dæma cr líklegra að
um vatnsýki hafi verið að ræða. Hins vegar telur Guðm.
próf. Magnússon engin tvímæli á því, að sullaveiki hafi
verið til hér á landi kringum árið 1200, bæði í mönnum
og skepnum, og tilfærir nokkur dæmi þess úr Biskupasög-
unum og færir rök fyrir. (G. Magn.: Yfirlit yfir sögu sulla-
veikinar á íslandi. Rvk. 1013, bls. 5).
I sögum biskupanna er mesti aragrúi af sjúkdómslýs-
ingum, og má þar kenna sams konar kvilla og nú eru al-
gengastir. En um lækningar er þar sjaldan aðrar að ræða
en snertingar eða handaáleggingar hinna helgu biskupa,
■Guðmundar góða, Jóns og Þorláks, eða áheit til þeirra.
0g eftir þeirra dag eru helgileifar þeirra hinir dýrmæt-
ustu læknisdómar, sem mörgum batnar af. í frásögum
þessum kennir auðvitað margra ýkja, en eflaust hefir
mörgum batnað eins og enn þann dag í dag í katólskum
löndum, þar sem enn er heitið á Maríu mey og ýmsa
. dýrlinga. En hins vegar er aldrei getið um þá sem ekki
læknast, en þeirra tala mun ekki minni vera. Reynslan
hefir sýnt, að móðursjúkum batnar vel af þess konar lækn-
ingum, en við alvarleg mein er liklega sjaldan um annað
að ræða en í hæsta lagi einhvern stundarbata í bili fyrir
átrúnaðinn.
Loks skal nú geta þess mannsins, sem mesta frægð
hlaut fyrir lækningar sínar meðal forfeðra vorra á fyrri
öldum. Það var Rafn Sveinbjarnarson á Eyri við Dýra-
fjörð (d. 1213). Um hann er sérstakur söguþáttur í Bisk-
upasögunum.
Hann var höfðingi mikill, og segir sagan, að hann
hafi verið atgervismaður hinn mesti, völundur að hagleik
• og skáld og að öllu fróður. Hann var syndur vel og við