Skírnir - 01.06.1919, Qupperneq 85
Skírnirj
Lækningar fornmanna.
17»
Rafn gerði, er að vísu lítils háttar í augum nútíðarlækna
— í rauninni litið meiri en bændur hafa stundum gert á
hrútum, sem fá sams konar sjúkdóma og þann, er Marteinn
hafði. En það verður að meta þessa lækningu í ljósi
þess tima, sem hún er framin á, og verður manni þá að
dást að, hve Rafn hefir verið á undan sínum tíma og úr-
ræðagóður.
Því miður er ekki ýtarlegar sagt frá lækningum Rafns,
en meira um málaferli og mannvíg, sem hlutust af við-
skifturo hans við einhvern mesta níðing og mannhund,
sem islenzkar sögur fara af — Þorvald í Vatnsfirði, Sagan
endar á því, að þrælmennið svíkst að Rafni, brennir bæ
hans og lætur hálshöggva hann.
Af öllu, sem að ofan er ritað um lækningar forn-
nianna, sést, að læknislistin hefir verið komin skamt hjá
þeim. Og ekki batnaði, þegar kirkjan og klerkarnir höfðu
fvrir alvöru fengið völdin yfir fólkinu ; þá heyrist sjaldan
talað um aðrar lækningar en þær, sem fengust fyrir áheit
til dýrlinga og kirkna.
Trúin læknaði marga og það oft furðanlega; mörgum
hefði að vísu batnað af sjálfu sér. En i heiðni læknaði
frúin líka marga. En það var ekki trú á dýrlinga, heldur
ú rúnir, galdra og fánýt lyf. En fánýt lyf geta verið
ínikilsvirði í höndum góðra lækna eins og Rafns Svein-
bjarnarsonar, sem var maður vitur og vænn og vakti
traust og tiltrú.
Það er eins og á sama standi hvort trúað sé á guði
eða menn, galdra og rúnir eða bænir og dýrlingabein til
lækninga. Ef trúin er nógu sterk, batna margir kvillar.
Það er sagt, að trúin geti flutt fjöll. Þessu trúir þó
líklega enginn bókstaflega. En trúin getur verið svo sterk,
að hún villi mönnum sjónir, svo að fjöll sýnist flytjast úr
stað, þó þau standi föstum fótum. Og öldungis eins og
trúin getur valdið missýningum, svo að jafnvel svart
verði hvítt og hvítt svart, eins getur trúin valdið mis-
heyrn og margs konar öðrum skynvillum. öll skilningar-
12*