Skírnir - 01.06.1919, Síða 92
186
Sannfræði islenskra sagna.
[Skirnir
að ræða, er urðu og uppi voru löngu fyrir þá tiraa, er
■sannar sögur hefjast að almennu tali, þ e. um 800, t. d.
■um alt það efni, er felst i Ýnglingasögu Snorra. Það er
saga sem hefst á Oðni og ásum og segir frá Uppsalakon-
úngum hinum elstu. Þar hafa margir álitið ekki eitt orð
með sögulegum sannleik. Snorri studdist mest við hið
gamla kvæði Þjóðólfs úr Hvini, Ynglingatal, frá því um
880 eða svo. I þvi kvæði voru taldir allir langfeðgar
Rögnvalds heiðumhára (hann og Haraldur hárfagri voru
bræðrasynir), og segir Snorri, að þar hafi verið nefndir
30 langfeðgar hans (að honum sjálfum meðtöldura) og sagt
frá dauða hvers þeirra og legstað. Sjálfur tekur hann upp í
söguna mestan hluta kvæðisins, en auðsjeð er, að ekki
svo fáar vísur og vísnahluta vantar í kvæðið. Snorri seg-
ir og frá ýmsu sem ekki stendur í vísunum, sem nú eru
til. En sumt af þessu hefur getað staðið og hefur líklegast
staðið í þeim, sem týndar eru. En þó er ekki ósennilegt
að til hafi verið munnlegar frásagnir um hina fornu Ýng-
línga, sem Snorri hefur þekt og notað og ekki stóðu í
kvæðinu. En kvæðið byggist á arfsögnum, sem til voru
í Noregi (og meðal Svía) seint á 9. öld, en þær voru þá
lika margra alda gamlar, þær sem eldri voru og elstar.
Fyrir þvi hafa menn hnldur ekki getað trúað því, að í
þeim væri söguleg sannindi
En nú hefur sænskur fræðimaður, dr. Birger Nerman,
rannsakað þetta mál, og kemst hann að alt annari niður-
stöðu. Það eru rannsóknir hans, sem vjer viljum skýra
hjer nokkuð frá. Þær finnast sjerstaklega í ritgjörðuna er
■svo heita: »Vilka konungar ligga i Upsala högar (1913),
Ynglingasagan i arkeologisk belysning (1917), Ottar vendel-
kráka och Ottarshögen i Vendel (1917).
Fornu Uppsalir liggja spölkorn uppi í Iandi fyrir ofan
bæinn Uppsali (nýju U.), sem liggur við Fýrisárós; þar
eru Fýrisvellir, sljetta, sem liggur lítið eitt upp á við.
Standi maður niðri við bæjinn og horfi upp til Fornu
Uppsala, skilur maður þegar í stað þetta »upp« — sem er
fyrri liður orðsins. Þar,er nú kirkja mjög gömul, og er