Skírnir - 01.06.1919, Síða 97
Sklrnir]
Sannfræöi islenskra sagna.
191
koma á vetrum með kolavagna sína um Danemorasóknr
getur það komið fyrir, að gáskafullir smástrákar láta
klingja í eyrum þeirra þetta erindi:
Vendils kráka
lobmjer að aka.
(»Vendels kraka | fár jag áka«). Þetta gamansuppnefnr
ætti að vera erft alla leið úr elstu fornöld. Þess konar
getur haldist ótrúlega lengi.
Nú kemur ályktunin hjá Nerman og hún er þessi.
Faðir og afi Óttars og sonur hans voru heygðir »at Upp-
sölura«, en Óttarr á Vendli, því var hann nefndur Vendil-
kráka af síðari tíma mönnum, og hefur það þótt virðu-
legra að vera heygður við Uppsali sjálfa. Mjer finst láng-
eðlilegast að ætla og álykta, að Óttarr af einhverjunr
ástæðum hafi farið frá Uppsölum og liuft aðsetur sitt á
Vendli og hafi því þegar af samtímismönnum sín-
um (Uppsalamönnum) verið uppnefndur Vendilkráka. Og
þar var hann heygður, livort sem hann nú hefur verið
feldur eða hann hefur dáið á sóttarsæng; hitt er þó lík-
legra.
Hjer er þó atriði, sem sýnist gersamlega rángt hjá
lJjóðólfi (og eftir honum hjá Snorra). Hjer hefur arfsögn-
in brenglast ekki lítið. En það er líka hægt að sjá or-
sökina. Hjeraðið Vendill í Svíþjóð var lítt kunnugt með
Norðmönnum, og var von til, þar eð það er fremur af-
skekt og leið Norðmanna lá þar sjaldan eða aldrei um,
Aftur á móti þektu þeir Vendil á Jótlandi hverjum öðrum
stað betur, má segja. Þar voru einlægir flutníngar á milli.
Þegar þeir nú heyrðu frjettir af Óttari, sem fallið hefði á
Vendli, datt þeim ekki annað í hug en að það Llyti að-
vera Vendilskagi, og svo myndaðist sú skáldsögn, sem
finst hjá Þjóðólfi og Snorra.
Til er-annað dæmi þessu líkt.
Fornsögn ein segir frá orustu milli tveggja konúnga
á Vænis ísi. Annar var Áli hinn upplenzki og hinn Að-
ilð að Uppsölum. Snorri segir, að Áli hafi verið »úr Nór-
cgD. En undarlegt má það þykja að konúngur af Upp-