Skírnir - 01.06.1919, Qupperneq 100
194
Eitfregnir.
[Skirnir
engu. í aðalatriðunum munu betri aögurnar reynaat áreiðanlegar,
þó að mörg einatök atriði sóu löguð 1 hendi höfundanna.
En það, sem hór skiftir meat máli. er að höf. hefir teki8t að-
staðmiða nærri því öll þau staðarheiti, sem sagan nefnir, og með
því er einnig sannað, að Norðurlandabúar (Grændlendingar og Ia-
lendiugar) hafi í raun og veru fyrstir hvítra manna fundið Ameríku.
Það þarf ekki að deila lengur um það, hvort Vínland sé eintómir
draumórar, hvort vínberin frægu hafi verið vínber í raun og veru
eða önnur ber. Hafi landkannararnir fatið þá leið, sem höf. heldur
fram, að þeir hafi farið — og sórhverjum, sem lítur á kortið, mun
þesai leið synast hin eðlilegasta — hafa þeir komið að landi, þar
sem vínviður vex nálægt enn í dag. Vínland er fundið aftur.
Höf. hefir ekki sjálfur komið til Vínlands, en hann er samt-
gagnkunnugur þeim stöðum og staðháttum, sem hann ber saman
við lýsingar sögunnar. Það virðist ekki mjög sennilegt, að rann-
sóknir á stöðunum sjálfum mundu breyta mjög miklu af því, sem
höf. þykist hafa komist að raun um. Staðalýsingar sögunnar em
bæði fáar og ekki rnjög ýtarlegar og ekkert í þeim, sem á ekki
mjög vel við þá staði, er höf. ber saman við þær. Það mun erfitt
að vófengja staðhæfingar höf. nema með því að sanna að lýsingar
hans á þeim stöðum, er hann nefnir, sóu skakkar eða þá að finna
aðra staði, sem koma enn þá betur heim við iýsingar sögunnar; en
hvorugt mun hægt að gera,
Eg ætla þá að telja upp staði þó, sem höf. þykist hafa stað-
miðað.
Fyrst er H e 11 u 1 a n d . Hér er höf. sammála Storm um að
það hafi verið norðausturströnd Labradors. En þegar um næsta
landið, er sagan segir frá, greinir þá Storm á. Hafði Storm leitað
að því á Nýfundnalandi og kanadiskur höfundur M. F, Howley á
Magdalenu-eyjum í St. Lawrenee-fljótinu, en Steensby álítur, að
Markland hafi verið suðausturströnd Labradors austur frá mynni
Bell-Isle-sundsins að Cape Whittle. Bæði er það sennilegt, að land-
kannararnir hafi Ieitast við að sigla sem mest fram með ströndum,
enda segir svo í sögunni: »Þaðan (o: frá Hellulandi) sigldu þeir
tvau dœgr, ok brá til landsuðrs1) ór suðri ok fundu land skógvaxitr
ok mörg dýr á; ey lá þar undan í landsuðr; þar í drápu þeir
einn björn ok kölluðu síðan Bjarney, en landit Markland. Þaðan
*) Höf. hefir hér skakt „to the south-west“ bls. 37; liitt handritið
hefir: „Þá sigldu þeir norðan veðr tvau dœgr, ok var þá land fyrir
þeim, ok var á skógr mikill ok dýr mörg“.