Skírnir - 01.06.1919, Qupperneq 101
Skírnir]
Kitfregnir.
195
sigldu þeir suðr með lamlinu langa stundog bendir þetta
einmitt til, að þeir hafi farið inn í Bell-Isle-sundið; Bjarney'
verður þá sennilega norðuroddi Nýfundnalands. Og í öðru lagi eru
hér skógar stórir, og kemur það mætavel helm við nafnið Markland
O' orðin: land skógvaxit. Hafi nú Norðurlandabúar haldið áfram
að sigla með fram ströndum, hafi þeir jafnan orðið að sigla beint í
vestur og fylgja suðurströnd Labradors. Höf. lýsir strönd
þessari (austur frá Cape Whittle að mynni Saguenay-árinnar í St.
Lawrence-flóanum) þannig, að það só löng tilbreytingalaus strönd, lítt
laðandi jafnvel óvandfýsnum Norðurlandabúum, enda lítið bygð enn
í dag. Sé hún lág, ýmist hrjóstrug, ýmist sendin, lítt vogskorin, en
með skerjagarði. Svo segir í sögunni: »lá landit á stjórn; váru
þar strandir langar og sandar .... Þeir kölluðu ok strandirnar
Furðustrandir, því at langt .var með at sigla«. Lýsir ekki auðnin
sór hór í þessu eina orði 1 a n g r , er kemur fyrir þrisvar, og jafn-
framt óþolinmæði sæfara? Höf. finnur ekki neitt á Nýfundnalandi,.
sem kemur eins vel heim við lýsinguna á Furðuströndum. Enda
hafi sæfarar orðið að fara yfir hið breiða Cabotsund, hefði Markland
verið á Nýfundnalandi og Furðustrandir á Cape Breton Island,
eins og Storm hefir baldið. Kjalarnes hafi þá ef til vill verið
Point Vaches á Norðurbakka Saguenay-ár. Straumfjörður
álítur höf. enn fremur að hafi verið mynni St. Lawrence-fljótsins
frá útrensli Saguenay-ár og Giæney (Green Island) hinum megln
suður að Orleans-ey ekki mjög langt frá Quebec, og S t r a u m e y
hafi verið Hóraey (Hare Island), og þar bjuggust þeir um.
Þegar hór var komið, mjókkaði fjörðurinn eða fljótið svo mikið,
að Karlsefni gat eins vel farið með fram suðurbakkanum eins og
hitt. Hór á suðurbakka St. Lawrence-fljótsins er því eðlilegast að
leita að eyrum þeim og hópi þv/, sem sagan talar um (»þeir fóru
lengi ok alt þar til er þeir komu at á einni, er fell af landi ofan
ok í vatn eitt til sjóvar; eyrar váru þar miklar, ok mátti eigi kom-
aBt í ána utan at hálfflæðum. Þeir Karlsefni sigldu i ósinn, ok
kölluðu í Hópi«). Likt landalag og þetta finnur höf. við mynnl
árinnar Kivióre du Sud fyrir utan bæinn St. Thomas. Hér eru
miklar sandgrynningar og fyrir innan þær eins konar vatnsþró, sem-
vel má kalla h ó p . Sjálfsána hveitið álítur höf., að hafi verið maís,.
vatnsrís (zizania aquatica) eða önnur tegund af villigrasi, sem þeir
Karlsefni hafi haldið að væri sjálfsjáið hveiti, alveg eins og nýrri
evrópiskir landkannarar tali um »villikorn« á ýmsum stöðum kringum
St. Lawrence-flóann. Yillivínviður vex enn á Orleans-eynni og hefir
13*