Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1920, Side 7

Skírnir - 01.12.1920, Side 7
Skírnir] Jón Jónsson Aðils. 229 valdi læknisfræði til náms, muni með fram hafa stafað af þvi, að hann hafi fellt hug til náttúruvísinda í latinuskól- anum, einkum vegna frábærrar kennslu í þeim greinum þar, en þá kennslu hafði haft á hendi Þorvaldur nú pró- fessor Thoroddsen, en hann mat Jón mest allra kennara sinna í latinuskólanum. En læknisfræðanám var þá með nokkurum öðrum hætti en nú, með því að þá urðu læknis- efni, áður en kæmi að reglulegu lækninganámi, að ljúka prófi í náttúruvísindum. dýrafræði, grasafræði og efna- fræði. Jón tók próf í heimspeki við háskólann í júní- mánuði 1890 með fyrstu einkunn. En eigi leið á löngu áður en Jón fann það, að hann myndi lítið yndi hafa af læknisvísindum, og er hann hafði verið tvo vetur að því námi, hvarf hann frá því. Fer svo oft ungum náms- mönnum, að þeim veitir oft erfitt að átta sig á því, hvert öám þeir skuli velja til undirbúnings lífstarfi sínu, og getur farið svo, að þeir reyni hverja námsgreinina af annarri, og áður varir er timi óg fé þrotið, og þeir standa uppi ævilangt með nafnbótina. cand. phil. Þetta hendir oft ekki þá lökustu. Er oft hér á landi litið óvægilega á þá menn af almenningi, sem auðvitað skilur ekki, að þessir menn eru oftast að leita að sjálfum sér, starfsviði sjálfra sín. Eiga við um þetta ummæli úr blaðagrein eftir Jón sagnfræðing sjálfan *) ». . . Hitt er aftur á móti ófyrirgefanlegt að koma þeirri skoðun inn hjá fólki, að það sé minnkun að hætta við námið, áður en úrslita- innsiglið, kandidatsprófið, er fengið, og að það sé niður- iæging að taka til iíkamlegra starfa eftir að hafa hand- fjallað bækur, blek og penna á uppvaxtarárunum.« En eftir að Jón hafði horfið frá lækningariáminu, leið ekki á löngu, áður en bann fyndi sjálfan sig eða þá fræði- grein, sem tók hug hans fanginn og hann skyldi helga krafta sína, eftir því sem efni hans leyfðu. Nu tók hann að leggja stund á sagnfræði, einkum sögu Norðurlanda, °g þó einkannlega sögu íslands. Þó fór Jón þar sem jafn- ’) „Menntunin og lifið“, Elding 1901, 41. tölnbl.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.