Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.12.1920, Qupperneq 38

Skírnir - 01.12.1920, Qupperneq 38
260 Kfnverjinn. [Skirnir hann tók við smaragðinum og setti hann í lítið veski, sem hann bar í brjóstvasa sínum. »Segðu mér, göfugi herra, í hvaða landi þú átt heima«, sagði eg. Þá svaraði hann og sagði: »Eg er fæddur og upp alinn á íslandi«. »Má eg, sem er einfaldur og fákunnandi kínverskur mandarín, spyrja þig, hágöfugi herra, hvaða tignarsess þú skipar í ættlandi þínu?« sagði eg. Hann svaraði þá og sagði: »Eg skipa þar ekkert tignarsæti; eg er einungis blátt áfram einfaldur háseti á dönsku kaupfari*. »Æ, hágöfugi herra!* sagði eg; »leyfðu mér, þó eg sé vesælt skorkvikindi, að vita hið rétta nafn lífgjafara míns og velgjörðamanns*. Og hann svaraði og sagði: »Eg heiti Vi-da-lin. — Að því mæltu tók hann í hönd mína og fór sína leið. En eg horfði á eftir honum fullur lotningar, aðdáunar og þakk- látsemi. — — — Það er mín trú, að maður þessi hafi ekki verið óbreyttur háseti, heldur konungborinn auðmað- ur á skemtiför um Austurlönd. En hvort sem hann var hærri eða lægri stéttar, þá á hin himneska keisaraætt í Kína honum mikið gott upp að inna, því að hann bjarg- aði frá algjörri glötun þeim þætti hins helga leyndarmáls, er snertir hina tímanlegu heill og hamingju þeirrar himin- bornu ættar. Eg á þessum hvíta manni hvorki meira né minna að þakka en sjálft lífið; og það getur enginn met- ið til verðs. Vil eg að afkomendur mínir, í þúsund liðu, álíti hann sannan lífgjafa sinn og velgjörðamann, og leggi nafn hans að jöfnu við nafn Kong-fu-ste og — jafnvel Búddha. Þannig var kafiinn úr dagbók (eða æfisögu) Lungs mandarins, og eg sel hann ekki dýrara en eg keypti. Sell Lung sá eg síðast í aprílmánuði 1916. Þá var hann á förum til Kína, og kvaðst hann ætla að eyða þeim árum, sem hann ætti eftir ólifað, til þess að kynna sér frumspeki og temja sér mannúð. »Sumir kenna vísindi við háskólana*, sagði hann, »og aðrir þvo óhreint lín, eða sópa götur. Alt kemur það í sama stað niður. Allir erum vér þjónar, og ekkert nema þjónar. — Markmið allrar þjónustu er m a n n ú ð. An þekkingar getur enginn þjónað réttilega. En grundvöllur allrar þekkingar er frumspekin*.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.