Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1920, Síða 41

Skírnir - 01.12.1920, Síða 41
Skírnir] Lourdes 263 hún þeim í fyrstu ekki frá neinu, en svo gat kún ekki atilt sig og trúði systur einni fyrir viðburðinum, en lét hana lofa að þegja yfir honum. Um kvöldið þegar hún hafði yfir' kvöldbæn sína, fór hún samt að gráta, og þegar móðir hennar gekk á hana að segja hvað að væri, sagði hún henni upp alla söguna. Mamma hennar gjörði lítið úr þessu, sagði að það væri eintóm vitleysa og bannaði henni að fara aftur í hellinn. Tvo næstu daga hélt hún kyrru fyrir, en mikið lang- aði hana samt í hellinn. Talaði hún svo mikið um það við stallsystur sínar, að þær réðust í að biðja mömmu hennar um leyfi fyrir hana til að fara með þeim. Mad- dame Soubirous lét loksins undan og 7—8 litlar stúlkur iögðu af stað með Bernadette í hellinn, en þær höfðu með sér vígt vatn í flösku, því Madame Soubirous hafði eitt- hvað sagt um, að þetta væri ef til vill djöfullinn, því hann gæti tekið á sig margar myndir. Þegar í hellinn kom, lagðist Bernadette á bæn, og alt í einu kallaði hún UPP yfir sig: »Þarna er hún, þarna er hún*-. Litlu stúlk- urnar hinar, er ekkert sáu, fengu henni flöskuna og sögðu henni *að skvetta úr henni á konuna. Bernadette gerði svo og var mjög hrifin af því, að hvítklædda konan hefði ekki reiðst af þessu, 'heldur brosað blíðlega. En Berna- dette sjálf var gjörsamlega breytt og stallsystur hennar horfðu á hana með aðdáun, því í þessu algleymisástandi var hún eins og vera úr öðrum og betri heimi. Þær héldu þvi að hún væri að deyja og stukku til næsta hæjar til að biðja um hjálp. Fólkið sem kom aftur með þeim varð einnig gagntekið af yndissvip Bernadette, en hún heyrði ekki hvað það talaði við hana, og það var fyrst þegar hún var komin heim til þess, að hún rankaði við sér. Litlu stúlkurnar hlupu inn í bæ og sögðu frá þesBu, en garnhi Madame Soubirous varð afarreið og hljóp ■Dieð vönd í hendinni til að sækja dóttur sína. »Þú ejörir okkur að athlægi«, hrópaði hún og þreif i handlegginn á Bernadette; en heimafólkið tók svari herm-

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.