Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 11
Skirnir] Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörðnr. 3
arsonar Hallssonar Finnbogasonar gamla í Ási i Keldu-
hverfi Jónssonar langs. Kona Jóns biskups Vigfússonar
var Guðríður (f 1707) Þórðardóttir prests i Hítardal (f 1670)
Jónssonar og Helgu (f 1693) Árnadóttur lögmanns á Leirá
(f 1665) Oddssonar biskups í Skálholti (f 1630) Einars-
sonar, en kona Odds biskups var Helga (f 1662) Jóns-
dóttir sýslumanns á Grund í Eyjafirði (f 1613) Björns-
sonar prests á Melstað Jónssonar biskups Arasonar. Mætti
rekja þessar ættir á ýmsa vegu til margra merkra manna
alla leið upp til landnámsmanna og Noregskonunga, en
því er hér sleppt, enda mun nú þykja nóg komið af slíku,
en þetta, sem nú hefir talið verið, nægir einnig til að
sýna, að dr. Jón var af góðu bergi brotinn í báðar ættir,
og að traustar afltaugar margra beztu manna þjóðarinnar
stóðu að honum á ýmsa vegu.
Dr. Jón lagði upp frá foreldrum sínum í fyrstu ferð
sina út í heiminn fyr en flestir aðrir, því að daginn eptir
fæðinguna var hann fluttur frá þeim í reifum og i krapa-
veðri, eptir því sem hann sjálfur segir (í eptirmælum
»Minnu«). Var hann þá tekinn til fósturs af sæmdar-
hjónunum Eiríki hreppstjóra Jónssyni í Hlíð í Skaptár-
tungu og konu hans Sigríði Sveinsdóttur (læknis Pálsson-
ar), er voru einkavinir foreldra hans, sem nokkru síðar
sama vorið (1859) fluttust austan frá Ásum vestur að
Borg á Mýrum, er séra Þorkell fékk þá veitingu fyrir.
Sá dr. Jón ekki foreldra sína fyr en að nær 20 árum
liðnum, nokkru eptir að hann kom í skóla. Olst hann
upp í Hlíð, og var farið þar vel með hann, en snemma
var hann hafður til snúninga, smalamennsku o. fl. verka
til að létta undir með heimilisfólkinu, enda var hann
bráðþroska og harðger þegar á unga aldri, og leit út fyr-
ir að verða hinn mesti afkastamaður til vinnu, eins og
síðar varð raun á, þótt atvikin höguðu því svo, að það
varð ekki líkamleg vinna. í uppvexti hans þar í Hlíð
var gömul kona þar á heimilinu, er Ragnhildur hét Gísla-
dóttir, barnfóstra þeirra hjónanna, jafnan kölluð »Minna«.
Hún tók drenginn að sér til umsjár, þá er hann kom
l*