Skírnir - 01.01.1924, Page 12
4
Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörðnr.
[Skírnir
þangað, og tók mikiu ástfóatri við hann, enda var hon-
um jafnan hugstæð minning »Minnu« gömlu, og orti um
hana látna fögur og hjartnæm eptirmæli í vísnakveri sínu,
og lýsa þau vel skaplyndi dr. Jóns og hinni ósvikulu
tryggð hans við fornar minningar. Fyrstu æskuár hans
var þar á heimilinu einkennilegur sveitarkarl, Gunnsteinn
nokkur Sigurðsson, er kallaður var »Gunnsteinn guli«
(ý 1866) og komst yfir nírætt. Minntist dr, Jón opt á, að
sá karl hefði kunnað frá mörgu að segja frá löngu liðn-
um dögum, því að hann mundi sjálfur vel móðuharðind-
in, og hafði í æsku verið fylgdarpiltur séra Jóns Stein-
grímssonar. Hjá honum og »Minnu« gömlu var því ýms-
an fornan fróðleik að fá, er mótaði sig djúpt í barnssál-
ina, því að eptirtektin á þeim árum er svo næm og
vakandi, að það skiptir harla miklu, hverskonar áhrifum
greindir unglingar þá verða fyrir, því að þau geymast
að jafnaði alla æfi. Nokkru fyrir fermingaraldur veikt-
ist dr. Jón af fótarmeini (mjaðmarlið) af ofreynslu (við
fjárhirðingu) og lá mjög lengi, en er hann komst loks á
fætur, var annar fóturinn styttri en hinn, og gekk hann
því jafnan haltur síðan, en var þó kvikur og snar í hreyf-
ingum, sem heilfættur væri. En áfall þetta varð honum
að ví8u til happs, því að þá er auðsætt var, að hann yrði
alls ekki fær um að hafa ofan af fyrir sér með stritvinnu,
var það ráð tekið að láta hann ganga skólaveginn, enda
hafði það komið í ljós, að hann væri vel fallinn til náms,
þótt því væri lítt sinnt, og hefði líklega aldrei verið sinnt,
ef þetta óhapp hefði ekki komið fyrir. Var hann þá
sendur til undirbúningskennslu hjá séra Páli Pálssyni á
Prestsbakka (síðast í Þingmúla, ý 1890) móðurbróður sín-
um. En lítt rómaði dr. Jón kennslu hans, enda hafði
klerkur mörgu öðru að sinna, og hafði kennsluna mjög í
hjáverkum. Var það vandi hans að setja nemendunum
fyrir í einu t. d. 5 blöð i hinni latnesku málfræði
Madvigs, sem rituð er á dönsku, sem nemendurnir höfðu
ekkert lært i, og má geta nærri, hve mikið gagn hefur
orðið að slíkum lærdómi, enda kvaðst dr. Jón hafa komið