Skírnir - 01.01.1924, Qupperneq 13
Skirnir] Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörðnr. 5
mjög lélega undirbúinn í skólann, og það hefði staðið sér
fyrir eðlilegum framförum fyrstu skólaárin. Hann kom í
skólann haustið 1876 og settist í 1. bekk. Ekki mun hann
hafa notið mikils styrks frá fósturforeldrum sínum á
skólaárunum, enda varð fósturfaðir hans geðveikur, og lézt
skyndilega 1877. En stuðning allmikinn mun dr. Jón
hafa fengið á þeim árum hjá Eyjólfi úrsmið, bróður sín-
um, er þá var búsettur hér í bænum, og minntist hann þess
jafnan með þakklæti. Fyrstu árin sló dr. Jón fremur slöku
við námið, en las þá ýmislegt annað, einkum þýzkan
skáldskap. Kom það brátt í ljós, að hann var vel skáld-
mæltur, og orti hann þá stundum »skólaminni« á fæðing-
ardegi konungs, en ekki vildi hann síðar heyra þann
skáldskap sinn nefndan. Síðari árin hélt hann sig betur
að náminu, og varð vel að sér í ýmsum námsgreinum,
einkum í latínu, og hafði miklar mætur á þeini tungu
jafnan, sneri latneskum ljóðum á íslenzku og orti einnig
á latínu, sem fáir gera nú, nema frændi hans, Páll skóla-
kennari Sveinsson, og að einhverju leyti séra Bjarni Þor-
steinsson á Siglufirði. Var dr. Jóni illa við breytingu þá,
er gerð var á lærðaskólanum eptir aldamótin, sérstaklega
að því er snerti hina miklu skerðingu latínunámsins, og
taldi með því stefnt að útrýmingu lærðra manna í land-
inu, þá er enginn stúdent gæti lesið latínu sér til gagns,
og því síður kennt hana öðrum. Þótti honurn því vænt
um hreyfingu síðustu ára í þá átt að setja latínuna apt-
ur í hið forna öndvegi sitt. Á síðustu skólaárum hans
var nokkuð óróasamt í skólanum, og sambúðin ekki sera
bezt milli pilta og sumra kennaranna, einkum dr. Björns
M. Olsens, er þá var nýkominn að skólanum sem kennari
og þótti nokkuð vandfýsinn og smásmuglegur um ýmsa
hluti, er margir piltar undu illa. Varð þá nokkurt harð-
hnjask milli dr. Jóns og Ólsens, sem ekki þykir ástæða
að víkja hér nánar að, enda hefur B. Gröndal nokkuð á
það minnzt í Minningum sinum (»Dægradvöl«), en lítt lét
dr. Jón hlut sinn i þeim viðskiptum og slapp öldungis
óskemmdur frá þeim skærum, enda sannaðist, að Olsen átti