Skírnir - 01.01.1924, Page 14
6 Dr. Jón Þorlielsson þjóðskjalavörðnr. [Skirnir
upptökin, en Jón harður í horn að taka og gat verið óvæg-
inn, er því var að akipta1).
Vorið 1882 útskrifaðist hann úr skólanum með
hárri 2. einkunn (80 st.). Lakleg einkunn í frakknesku
hnekkti honum aðallega frá 1. einkunn og eignaði hann
það óbilgirni annars utanskólaprófdómandans (Magnúsar
Stephensen). Var þetta fyrsta árið, sem piltar voru út-
skrifaðir eptir hinni nýju reglugerð skólans. Það hafði
komizt til orða, að dr. Jón gengi á prestaskólann, og yrði
síðan aðstoðarprestur föður síns, er þávarprestur á Stað-
arstað, og tekinn fast að eldast. En ekkert varð úr þess-
ari ráðagerð, sem betur fór, og skildist mér á dr. Jóni,
að þar hefði ekki mestu valdið óhugur sinn á prestsem-
bætti, — því að hann hefði ekki verið neitt sérlega fráhverf-
ur því, enda prestablóð mikið í ættinni —, heldur fremur
einskonar feimni vegna fótarbaga hans, er bera mundi
meira á hjá honum sem guðsþénara en ella, sem vitan-
lega var hégóminn einber. En hvernig sem þessu var
varið, þá réðst það af, að hann sigldi til háskólans sum-
arið 1882, og tók þar að lesa norræna málfræði. Bjó
hann á Garði með bekkjarbróður sínum, Hannesi Thorstein-
son (síðar bankastjóra), reglupilti og ráðsettum, og kvart-
aði hvorugur undan öðrum. Var þá nokkuð sukksamt
meðal íslenzkra stúdenta í Höfn, og drykkjuskapur ail-
mikill og flokkadrættir. Þótt dr. Jón tæki allmikinn þátt
í hinum pólitísku viðfangsefnum stúdenta á þeim árum,
hataði hann allt fyllislark, slæpingshátt og ómennsku, og
dró sig alveg út úr þeim solli, þótt hann endrum og sinn-
um tæki þátt í hóflegum gleðskap landa sinna. Hann sá,
hvernig sumir efnilegir skólabræður hans voru að »fara
í hundana* í þessu sukki, og hann gerði sér það þegar
fullijóst, að hann skyldi aldrei þann breiða veg ganga,
enda byrjaði hann þegar fyrsta ár sitt í Höfn (1882—1883)
‘) Eptir aö liana var kominn til háskólans graf hann út ritliner,
er nefndist: >Astandið og umsjónin í latinuskólanum«, og var hann
prentaður i Höfn 1883. Var þar vikiö að ólagi þvi, er væri að ^msa
leyti á stjórn skólans, sérstaklega umsjóniuni.