Skírnir - 01.01.1924, Side 15
Skírnir]
Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörðnr.
7
að vinna í handritasöfnunum þar, einkum í Árna Magn-
ússonar safninu og afrita íslenzkar heimildir eptir 1400,
«inkum kvæði, og kom það honum að miklu gagni við
nám hans. Hann tók próf í heimspeki 25. júní 1883 með
1. einkunn, og vann þá næsta vetur enn kappsamlegar
en fyr í söfnunum. Og þessar rannsóknir hans urðu til
þess, að hann ritaði stjórn bókmenntafélagsdeildarinnar í
Höfn eptir nýár 1884, og bauðst til að sjá um og undir-
búa til prentunar nýja útgáfu af kvæðum séra Stefáns
Ólafssonar í Vallanesi, er félagið hafði gefið út fyrir 60
árum (1823), mjög stutt og ófullkomið kver. Félagið gekk
.að þessu tilboði hans, og fór hann þá heim til íslands
sumarið 1884, og safnaði þá öllu því, er hér var að fá
um þetta efni, bæði í Landsbókasafninu og annarsstaðar.
Og með svo mikilli atorku var verk þetta unnið, að fyrra
bindi Stefánskvœða kom út í Höfn 1885, og öllu undirbún-
ingsverkinu var lokið fyrir jól s. á., og síðara bindið full-
prentað á næsta ári (1886) með langri æfisögu séra Stef-
áns eptir safnandann. Er útgáfa þessi geysimikið verk,
leyst af hendi á svo stuttum tíma, og koma þar þá þeg-
ar í ljós þeir eiginleikar dr. Jóns, er einkenndu allt útgáfu-
starf hans síðar: að grafa út fyrir allar rætur viðfangs-
efnisins, eptir því sem frekast var unnt, hversu vítt og
dreift sem þær stóðu, helzt svo ýtarlega, að ekkert yrði
eptirskilið, og taka heldur ofmikið en of lítið, samkvæmt
reglunni: »superflua non nocent«, enda komst með því
margt á prent úr höndum dr. Jóns, sem ella hefði seint
»þrykkt« orðið. Það var ekkert »yfirborðsgleps« eða
shandahrifs* í útgáfum hans, heldur fast og ósleitilega til
•efnisins viðað hvaðanæfa frá. Útgáfa Stefánskvæða var
nýung í íslenzkum bókmenntum, því að jafnmikill og ná-
kvæmur samanburður og orðamunur ýmissa handrita var
algerlega óþekktur í útgáfum rita frá síðari öldum, enda
þótti þar sumum oflangt gengið í því, sérstaklega þeim,
er ekki kunnu að meta annað en fornrit vor í bundnu
■og óbundnu máli, og töldu vísindalegar og nákvæmar
útgáfur af öðru hégóma. En með útgáfu Stefánskvæð-