Skírnir - 01.01.1924, Page 16
8
Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörðnr.
[Skirnir
anna var þeirri einstrengingslegu skoðun greinilega hnekkt,.
enda hefur minna bólað á henni síðan, og rit síðari alda
komizt í meiri veg en áður. Og það er þeirri útgáfu
ekki sizt að þakka, því að hún braut fyrst bág við þessa
hégómlegu fornaldarritakreddu.
Vorið 1886 (25. júni) tók dr. Jón meistarapróf i nor-
rænu, og hafði þá lokið þessu námi sínu á 4 árum, og
meðan hann var enn á Garði. Var það rösklega gert og
óvenjulega fljótt, sérstaklega þá er þess er gætt, hversu
mikið aukaverk hann hafði af hendi leyst á þessum sama
tíma, og var þetta allt meira en meðalmanns verk. Að
loknu prófi tók hann að rannsaka með enn meiri ástund-
un en fyr íslenzkan kveðskap á 15. og 16. öld, er þá var
algerlega óplægður akur. Var þar nýtt land numið til
yrkingar í íslenzkum bókmenntum, og árangurinn af þeim
rannsóknum var hið merka rit: »Om Digtningen paa Is-
land í det 15. og 16. Aarhundrede«, er höfundurinn sendi
heimsspekisdeild háskólans sem doktorsritgerð 1888. Var
hún gild tekin og prentuð s. á. í Kaupmannahöfn, en 30.
júní varði höfundurinn hana opinberlega, og 5. sept. s. á.
var honum veitt doktorsnafnbót í heimspeki. Þótti það
þá allmikil nýlunda, bæði hér heima og í Höfn, að dansk-
ir vísindamenn skyldu á þennan hátt viðurkenna gildi
íslenzkra bókmennta frá síðari öldum, því að til þess tíma
og jafnvel síðar var það almenn skoðun lærðra Dana, að
engar íslenzkar bókmenntir væru til eða nokkurs virði,
nema hinar svo kölluðu fornnorrænu: Eddurnar og elzti
skáldskapurinn og fornsögurnar að vissu leyti. Með þess-
ari nýju viðurkenningu, nýju straumbreytingu, var þvi
mikið unnið. 0g með þessari ritgerð sinni braut dr. Jón
þar ísinn fyrstur manna. — Á árunum 1885—1890 gaf dr.
Jón út nokkur sérstök íslenzk kvæði, t. d. Kappakvœði
Þórðar á Strjúgi, Erfidrdpu Magnúsar lagabœtis, Nikulásar-
visur, Háttalykil Lopts ríka o. fl. Um þetta skeið reit
hann ýtarlegan flátt um Björn Jónsson annálaritara A
Skarðsá, með nákvæmri skýrslu um ritstörf hans, og er sá
þáttur prentaður í Tímariti Bókmentafélagsins (8. árg.) 1887.