Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 17
Skírnir]
Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður.
9
Vorið 1887 kom dr. Giuðbrandur Vigfússon til Hafnar
snöggva ferð. Komst hann þá í náin kynni við dr. Jón
fræuda sinn, en áður höfðu þeir kynnzt nokkuð í Höfn
haustið 1884. Fékk dr. Guðbrandur brátt mætur á þess-
um ötula og efnilega frænda sínum, og þótti hann líkleg-
ur til mikillar menningar og mikilla afreka á sviði ís-
lenzkra bókmennta, eins og líka varð raun á. En dr. Jón
leit hinsvegar með aðdáun og virðingu hins unga manns
á hinn nafnkunna og skarpvitra frænda sinn, dr. Guð-
brand, er átti svo mikið og merkt æfistarf að baki sér.
Sáust þeir þá síðasta sinn, því að dr. Guðbrandur andað-
ist í Oxford 31. jan. 1889, og reit dr. Jón þegar um hann
í slllustreret Tidende« og samdi síðar rækilega og bug-
hlýja æfisögu hans, sem prentuð er í 19. árg. Andvara
1894. Sézt af henni, hversu mikils vert honum hefur þótt
um þennan frænda sinn og hinn víðtæka lærdóm hans,
enda voru þeir skaplíkir um margt, höfðu sama áhuga á
fornum íslenzkum fræðum og urðu báðir aðalfrömuðir
þeirra: dr. Guðbrandur í fornu bókmenntunum, en dr. Jón
í hinum yngri frá miðöldunum og síðan. Segir dr. Jón
sjálfúr svo frá (í æfisögu Guðbr. í Andv.), að hann hafi
átt kost á að fara með honum til Oxford 1887, setjast
þar að og starfa að íslenzkum fræðum, en kvaðst hafa
hafnað því boði fyrir orðastað annars manns, er hann
nafngreinir ekki, en eg ætla að það hafi verið Vilhjálm-
ur Finsen, þvi að dr. Jón átti þar jafnan trausts og halds
að leita, sem hann var, og mun hafa borið undir hann
flest vandamál sín, og olli því trygg vinátta séra Þorkels
föður hans og Finsens, er jafnan höfðu verið samtíða i
skóla og útskrifuðust sama árið. Sem betur fór varð því
ekkert af þessum fiutningi dr. Jóns til Oxford, og mun
því ekki sizt hafa valdið, að hann var þá kominn að
föstu starfi hjá Bókmenntafélaginu, starfi, sem ætla mætti að
stöðugt mundi verða, enda hafði dr. Jón það á hendi til
æfiloka. En það var útgáfa Fornbréfasafnsins (Diploma-
tarium Islandicum), er varð hið veigamesta og þýðingar-