Skírnir - 01.01.1924, Page 19
Skirnir] Dr. Jón Þorkeloson þjóðskjalavörðnr. 11
til útgáfunnar hækkaður upp í 800 kr. til þóknunarjyrir
prófarkalestur, og jafnframt hækkaði þá styrkurinn úr
landssjóði á sama hátt, svo hann varð alls 1600 kr. á ári.
Stóð svo til 1919, er ísland var orðið fullvalda ríki, því
að þá tók ríkissjóður íslands að sér að greiða einnig
þann helming, er áður hafði verið greiddur úr ríkissjóði
Dana. Lét dr. Jón þess siðar getið, að sér hefði i fyrstu
■ekki litizt á blikuna, er hann tók fyllilega að rannsaka
verkefnið, og sá, hversu umfangsmikið það var, en ekki
hefði dugað að digna, og hefði hann þá fyrst ráðizt á
réttarbæturnar og biskupastatúturnar. Hafði hann fyrstu
árin vin sinn Olaf Davíðsson til aðstoðar við afskriptir,
einkum á biskupastatútunum, en hann var hin mesta
hamhleypa til vinnu, þá er hann tók á því. Er ekki að
orðlengja um það, að á þeim 37 árum, er dr. Jóni auðn-
aðist að vinna að þessu nytsemdarverki, voru gefin út 10
atór bindi með nákvæmu registri við þau öll, nema hið
aíðasta, er enn hefur ekki samið verið. Varð aldrei til
muna hlé á útgáfunni nema árin 1919,1920 og 1921 (og 1922),
■en þá voru gefin út 4 hepti af Bréfábók Guðbrands biskups,
merkisriti, er félagið þyrfti að ljúka sem fyrst. 1922 kom
út registrið við 10. bindi Fornbréfasafnsins og 1923 1.
hepti 12. bindis, sem allt eru viðaukar við fyrri bindin,
og var það síðasta heptið, sem dr. Jón sá um til prent-
unar af stórvirki þessu, sem nú er komið fram í miðja
16. öld (til ársloka 1550) í 11 bindum alls. En mér er
kunnugt um, að hann hafði nær þaulsafnað bréfum í út-
gáfuna til 1570 og að miklu leyti til 1580, og raðað öllu
í rétta tímaröð, svo að það verður tiltölulega létt verk
að sjá um framhaldsútgáfuna til þess tima, því að ekki
getur komið til mála, að hætt verði nú við jafnmikið
nytsemdarverk, sérstaklega þá er handritið er svo að
segja á reiðum höndum um næsta 20 ára bil. Það er
óþarft að lýsa hér nánar gagnsemi Forubréfasafnsins fyrir
fiögu vora, eða hvílíkan hróður dr. Jón hefur unnið sér
með þessari útgáfu, sem enginn getur ímyndað sér, hve
miklum erfiðleikum hefur verið bundin, og hversu mikla