Skírnir - 01.01.1924, Side 20
12 Dr. Jón Þorkeleson þjóðskjalavörður. [Sklrnir
elju og athygli, samfara þoli og dugnaði, hefur þurft til
þess að viða öllu þessu efni að úr ýmsum áttum innan-
lands og utan og skipa því niður. Það veit enginn nema
sá, er reynt hefur. En útgáfa safns þessa verður einnig
varanlegasta og veglegasta prýðin á bautasteininum yfir
ritverk dr. Jóns Þorkelssonar. Til dæmis um, hve mikla
þýðingu Fornbréfasafnið hefur þegar haft fyrir sögu vora
á siðaskiptatímanum, má t. d. benda á sagnarit Páls E.
Olasonar prófessors »Menn og menntir« I—II og keppi-
ritgerðirnar um dósentsembættið í guðfræði við háskólann
eptir þá séra Ásmund Guðmundsson (skólastjóra á Eiðum),
séra Magnús Jónsson (dósent) og séra Tryggva Þórhalls-
son (ritstjóra), sem reyndar hafa ekki enn verið prent-
aðar. En öll þessi rit hefðu ekki orðið samin að nokkru
gagni, ef höfundarnir hefðu ekki getað ausið úr hinni
auðugu heimildanámu Fornbréfasafnsins.
Meðan dr. Jón var búsettur í Höfn hafði hann enga
fasta stöðu á hendi, sem hann mun þó hafa gert sér von-
ir um að fá, annaðhvort við háskólann eptir fráfall Gísla.
dósents Brynjólfssonar (1888) eða við ríkisskjalasafnið
nokkum árum síðar, en hvortteggja brást, þótt undarlegt
megi virðast. Slíkt fer ekki ávallt eptir verðleikum eða
hæfileikum, heldur opt þvert á móti. Hann hafði þá fyr-
ir fjölskyldu að sjá sem kvæntur maður, svo að styrkur-
inn, er hann hafði fyrir Fornbréfasafnið hrökk hvergi
nærri til, svo að hann varð að hafa ofan af fyrir sér
með ýmsri annari aukavinnu. Hann var og þá farinn
að safna íslenzkum handritum og gömlum íslenzkum bók-
um, og lagði í allmikinn kostnað við það. Handritasafn
sitt seldi hann síðar Landsbókasafninu, eptir að hann var
kominn hingað heim, og fékk allhátt verð fyrir það, eins
og hann átti skilið, sérstaklega vegna þess, að hann bjarg-
aði með því handa landinu mjög merku handritasafni frá
séra Arnljóti Ólafssyni, er áður var boðið Landsbókasafn-
inu til kaups fyrir hlægilega lítið verð, en það hafnaði
kaupunum(I), og keypti þá dr. Jón það í Höfn og varð þá
að taka lán fyrir andvirðinu. En þetta Arnljótssafn er