Skírnir - 01.01.1924, Page 21
Skirnir]
Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður.
13
einmitt aðalkjarninn i handritasafni því, er safnið síðar
keypti af dr. Jóni, og hefði það grætt á því að vera dá-
litið skynsamara fyrri. Bókasafn sitt jók dr. Jón stöðugt,
og er það tvímælalaust hið langstærsta og verðmætasta,
er nokkur einstakur maður átti nú hér á landi, sérstak-
lega að afarfágætum, gömlum islenzkum bókum, og er von-
andi, að séð verði um, að það sundrist ekki við fráfall
hans.
Sumarið 1890 brá dr. Jón sér snöggva ferð til Eng-
lands, til að rannsaka islenzk handrit í söfnum þar, og
fann þá ýmislegt fágætt, og lítt kunnugt eða ókunnugt
áður, t. d. eiginhandarsyrpu séra Gottskálks Jónssonar í
Glaumbæ (f c. 1590), er kölluð hefur verið »Sópdyngja«,
hinn latneska annál Gísla biskups Oddssonar, er Halldór
Hermannsson hefur siðar gefið út í »Islandica X« (1917)
o. fl. — 1891 stofnuðu nokkrir íslendingar i Höfn félag
til að gefa út myndablað á íslenzku, er nefndist »Sunnan-
/an« og varð dr. Jón þá ritstjóri þess og ábyrgðarmaður,
enda mun hann hafa verið aðalstofnandinn. Flutti það
myndir og æfisögur merkra Islendinga frá fyrri og síðari
tímum og reit dr. Jón flestar æfisögurnar, og ritaði vitan-
lega langmest i blaðið. Meðal annars reit hann í 1. árg.
þess hvetjandi grein um stofnun háskóla hér á landi, en
frumvarp þess efnis hafði Benedikt Sveinsson fyrst borið
upp á alþingi 1881, en fékk vitanlega ekki byr. Þó hélt
B. Sv. því vakandi næstu ár og sumarið 1891 fékk hann
frumvarp samþykkt í neðri deild, en efri deild felldi það.
1893 var það samþykkt sem lög frá alþingi, og átti dr.
Jón, sem það sumar var á þingi, mikinn og góðan þátt í
þeim úrslitum, en því var auðvitað synjað staðfestingar
af stjórninni. Var dr. Jón einn meðal þeirra þingmanna
og nokkurra manna utanþings, er þá í þinglok sendu út
ávarp til þjóðarinnar að styðja mál þetta (sbr. Þjóðólf 1.
sept 1893). Sunnanfari var vinsælt blað, fróðlegt og
margbreytt að efni, meðan það var í höndum dr. Jóns, en
eptir 5 ára ritstjórn fékk Þorsteinn Gíslason cand. phil.
það til eignar sumarið 1896, og fluttist það þá skömmu