Skírnir - 01.01.1924, Page 23
Skírnir]
Dr. Jón Þoikelsson þjóðskjalavörðnr.
15
vild, enda voru þeir Grímur og dr. Jón nákunnugir og;
höfðu stöðug bréfaviðskipti: Skömmu áður en Grímur
andaðist hafði dr. Jón gert honum þann mikla greiða að
fá bókaverzlun Gyldendals til að gefa út ljóðmæli hans
(1896) og sá um útgáfu þeirra fyrir hönd Gríms, lagfærði
þá ailviða kveðandi hjá karli, þó með samþykki hans. —
Auk þessara ritstarfa dr. Jóns á Hafnarárum hans, sera
þegar hefur getið verið, vann hann allmikið fyrir Gustav
Storm við útgáfu íslenzkra annála (Christiania 1888) og
þó enn meira fyrir Konráð Gíslason við Njáluútgáfu hans.
Rannsakaði hann nákvæmlega öll handrit af Njálu, og
ritaði um þau langa ritgerð, er prentuð var í athuga-
semdum við Njáluútgáfuna (2. bindi bls. 649—787)
er norræna fornfræðafélagið gaf út 1889. Liggur
geysimikil vinna á bak við þá ritgerð. Ennfremur
vann dr. Jón mikið að skrásetningu skjala og handrita'
fyrir safn Árna Magnóssonar og á þvi mikinn þátt
í hinni vönduðu handritaskrá Kr. Kaalunds yfir það
safn (Khöfn 1888—1894 í 2 bindum). Og margt fleira
minna háttar mun hann hafa unnið á þeim árum, sem
hér ér ekki getið. — Frá 1890—1898 var hann einn af
útgefendum fræðiritsins og hafði ásamt meðútgef-
endum sinum gengizt fyrir stofnun þess. Komu út af þvi
6 hepti alls á kostnað Sigurðar bóksala Kristjánssonar.
Lagði dr. Jón til ýmislegt smávegis í það rit. — Síðustu
árin, sem hann dvaldi í Höfn fékk hann, ásamt Ólafl skrif-
stofustjóra Halldórssyni, allriflegan fjárstyrk úr ríkissjóði.
Dana til endurbættrar útgáfu af JónsbóJc. Skiptu þeir
félagar svo störfum með sér, að dr. Jón skyldi vinna allt
undirbúningsverkið, rannsaka handritin, flokka þau og
lýsa þeim, en Ólafur annast hina endanlegu ritstjórn út-
gáfunnar. Sagði dr. Jón svo síðar, að þessi Jónsbókar-
rannsókn hefði verið hið allraversta »moldarverk«, er
hann nokkru sinni hefði við fengizt, því að handritin voru
svo afarmörg, svo sundurleit og allavega brjáluð og úr
lagi færð. Hafði hann lokið því, er hann átti að vinna
að þessu, þá er hann fluttist alfarinn frá Höfn, en var