Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 26
18 Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörðnr. [Skírnir
fallinn frá. Mætti fara þyngri og alvarlegri orðum um
þetta atferli, en þetta verður látið nægja að sinni.
Dr. Jón sat á 4 þingum, fyrst 1893 sem þingmaður
Snæfellinga, en náði ekki endurkosningu. Eptir að hann
kom hingað til lands var hann skrifstofustjóri alþingie
1901, 1902, 1903 og 1905, og gegndi því starfi með venju-
legri röggsemi, en fékkst þá að öðru leyti lítt við pólitík.
En honum hljóp kapp í kinn veturinn 1908, þá er sam-
bandslaganefndin var sezt á rökstóla í Höfn, og fréttir
tóku að berast þaðan, að íslendingar mundu bera skarðan
hlut frá borði í þeim samningum. Samdi hann þá ásamt
Einari Arnórssyni lögfræðing hið merka rit Ríkisréttindd
Islands, er prentað var s. á. með mörgum fylgiskjölum.
Voru í því riti færð rök fyrir, að ísland hefði lagalega
ríkisréttindi, samkvæmt gamla sáttmála o. fl. heimildum,.
þ. e. rétt til að vera sjálfstætt ríki, og hefði aldrei þann
rétt af sér samið. Var þar margt sköruglega mælt. Lenti
dr. Jón þá í blaðadeilum við þá Björn M. Ólsen og Jón
Jónsson (Aðils) sagnfræðing, sérstaklega út af skilningi á
gamla sáttmála, en þeir voru báðir eindregnir fylgismenn
sambandslagauppkastsins, er þá var komið í dagsbirtuna,
og skipti þjóðinni í tvo harðsnúna, andvíga flokka: fylgis-
menn og mótmælendur. Var þá mikill hiti í mönnum og
mikill vopnagnýr og styr um land allt sumarið 1908, en
við kosningarnar þá (10. sept.) báru mótstöðumenn upp-
kastsins glæsilegan sigur úr býtum, eins og kunnugt er.
Og þá var dr. Jón kosinn 1. þingmaður Reykvíkinga með
mjög miklum atkvæðamun. Sat hann á vetrarþingunum
1909 og 1911, og voru þau þing einhver hin snörpustu, er
nokkru sinni hafa hér háð verið, og mjög ólik grautar-
gerð þeirri, loðmullu og stefnuleysi, er einkennt hefur
flest þing síðari ára, en þá voru að eins uppi tveir flokkar
andstæðir og ákveðnir hvor gagnvart öðrum í öllum hin-
um þýðingarmestu málum, þ. e. eindreginn meiri hluti,.
sem ábyrgðina bar og ekki þurfti að fara í hrossakaup
við minni hlutann eða nokkur flokksbrot, og var það
miklu affarasælla ástand, en. nú hefur tíðkazt að undan-