Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 27
Skírnir] Dr, Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður. 19
förnu í pólitík vorri, þar sem allt er í tómum molum, og
þar af leiðandi engin ábyrgð á stjórnarfarinu hvilandi á
einum samstæðum flokki, svo að í raun réttri verður
ábyrgðin alstaðar og hvergi. — Síðasta þingið, sem dr.
Jón sat á, var 1915, sem hinn síðasti konungkjörni þing-
maður, og tók hann við þeirri útvalningu fyrir tilmæli
vinar síns Einars Arnórssonar, er þá var ráðherra. Upp-
frá því skipti dr. Jón sér ekkert af pólitík opinberlega,,
enda gazt honum ekki að henni hin síðari árin. Hann
var afkastamaður á þingi sem annarsstaðar, og vann þar
mikið. Þótti mörgum gaman að hlusta á ræður hans, því
að hann var orðheppinn og sneiðyrtur, er því var a&
skipta, og sérkennilegur blær á öllu málfari hans og með-
ferð efnisins, öðruvisi en hjá flestum öðrum, þótt naum-
ast gæti hann talizt mælskumaður í venjulegum skilningi,
en þvi sem hann sagði var veitt meiri eptirtekt en vaðli.
málugri manna.
Árið 1902 gekkst hann, ásamt nokkrum öðrum mönn-
um hér í bænum, fyrir stofnun Sögufélagsins og var for-
seti þess ávallt síðan til dauðadags. Hefur það félag gefið
út mörg nytsamleg og merk rit, og átti dr. Jón mikinn og
góðan þátt í því. Meðal annars gaf hann út MorSbréfa-
bœTclinga Guðbrands bislcups 1592, 1595 og 1608 (Rvík
1902—1906), Tyrlcjaránssögu (1906—1909) og Alþingisbœlcur
lslands frá 1570—1620, rúm 4 bindi (Rvíkl912 og síðan),
en hafði safnað til fulls efni í þær til 1630, er reglulegar
Alþingisbækur hefjast. Lagði hann mikla vinnu í þetta
atórmerka, sögulega ritsafn, og verður útgáfu þess vænt-
anlega haldið áfram af félaginu til 1630, að minnsta kosti.
Auk þess gaf hann út fyrir félagið Aldarfarsbók Pdls
Vídallns (annál frá 1700—1709), tvö hepti af Búalögum,
RyllingarsTcjöl frá 1649, Æfisögu séra Jöns Steingrímssonar
(1913—1916), og að nokkru leyti Biskupasögur séra Jóns
Ralldórssonar (fyrra bindið). Loks lagði hann til allmikið
efni i Blöndu, fræði- og skemmtirit félagsins, þau tvö
bindi, aem þegar eru út komin, og má þar t. d. nefna
frumBamda grein, allýtarlega, um Strandarkirkju í Sel-
2*