Skírnir - 01.01.1924, Side 28
20 Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörðnr. [Skírnir
vogi (í 1. bindi) og um kirJcjustaði í AusturskaptafelIsþingi
(í 2. bindi), upphaf ritgerðar, er hann hafði um nokkur
ár safnað drögum til, um það, hvar kirkjur hafi verið
hér á landi, allt frá fyrstu kristni og til vorra daga, hve-
nær og hvernig hver þeirra hefur fallið af, kirkjur verið
reistar á nýjum stöðum og því um líkt. Hefði þetta orð-
ið hið mesta merkisrit, ef honum hefði enzt aldur til að
fullsemja það, en því miður mun nú tæplega að vænta
útgáfu þessa rits eptirleiðis, að honum fráföllnum, þótt
hann eflaust hafi safnað allmiklu til þess. — Forseti Þjóð-
vinafélagsins var hann 2 ár (1912 og 1913), rétti allmjög
við fjárhag þess og jók félagatöluna að miklum mun, en
vildi ekki lengur hafa það starf á hendi, svo að Tryggvi
Gunnarsson varð aptur forseti þess, en honum hafði af
pólitiskum ástæðum verið bægt frá stjórn þess af Birni
Jónssyni (ráðherra), en dr. Jóni gazt ekki að því. Reit
hann þá í Almanakið síðara árið minningu séra Hallgríms
Péturssonar á 300 ára afmæli hans og hóf jafnframt þá nýj-
ung að taka ártíðardaga innlendra og útlendra merkismanna
í Bjálft almanakið (dagatalið) í stað nafna, sem fáir þekkja,
en þessi þarfa nýbreytni var lögð niður nokkrum árum
síðar af fjárhagslegum ástæðum, en ætti að takast upp
aptur hið bráðasta. 1916 var dr. Jón kjörinn heiðursfé-
lagi Bókmenntafélagsins á 100 ára afmæli þess, og var
það ekki að ástæðulausu, því að svo mikið hafði hann
unnið fyrir það félag og í þarfir íslenzkra bókmennta
yfirleitt. En danskur riddari eða íslenzkur fálki varð
hann aldrei, enda hafði hann mestu fyrirlitningu fyrir
þess háttar hégómatildri. Sama árið (1916) varð bann
varaforseti Bókmenntafélagsins og 1918 forseti þess, þá er
Björn M. Ólsen (f 1919) sagði því starfi af sér sakir heilsu-
brests. Til þessa starfs var dr. Jón sérlega vel fallím1,
enda tvisvar sinnum endurkosinn til þess, og gegndi þvi
til dauðadags. Á forsetaárum hans varð meðal annars sú
breyting á félaginu, að Skírnir var dreginn saman að
mun, því hann var að verða félaginu ofviða, og að byrj-
að var á útgáfu tveggja merkra ritverka: Annála frá