Skírnir - 01.01.1924, Side 29
Skírnir]
Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavorðar.
21
1400—1800 og Kvœðasafns, er ná skyldi allt ofan frá mið-
öldum. Var dr. Jón sjálfkjörinn til að annast þá útgáfu,
enda hafði enginn jafnmikinn kunnugleika í þessum efn-
um sem hann, því að allt frá fyrstu' Hafnarárum sínum
hafði hann lagt mikla stund á þessa grein íslenzkra bók-
mennta, er jafnan var honum einna hugstæðust alls þess,
er hann hafði lagt hendur að um æfina. Var og útgáfa
þessi fyrirhuguð í allstórum stil, og þar á meðal latnesk-
ur kveðskapur síðari alda. Voru komin út tvö allstór hepti
Kvæðasafns þessa, er dr. Jón féll frá, en nú er vanséð
um framhald þess, því að enginn er þessu efni svo kunn-
ugur, sem hann var. En þarft verk væri samt að halda
því áfram að einhverju leyti, þótt það verði eflaust ekki
á svo víðtækan hátt, sem dr. Jón hafði hugsað sér. —
Siðan 1904 átti hann sæti í fulltrúaráði Fornleifafélagsins,
og síðan 1909 átti hann að jafnaði sæti í hinni þingkjörnu
3 manna dómnefnd, er úrskurðar um verðlaunaveitingar
úr »Gjöf Jóns Sigurðssonar*. — Á fimmtugsafmæli hans
1909 gáfu nokkrir vinir hans meðal þingmanna honum
vandaðan göngustaf, skorinn af Stefáni Eiríkssyni hinum
oddhaga, en á sextugsafmælinu 1919 var honum haldið
fjölmennt samsæti og flutt kvæði, þar á meðal á latínu
eptir Pál skólakennara Sveinsson.
Enn er ógetið ýmissa ritstarfa dr. Jóns, eptir að hann
fluttist hingað heim frá Höfn, og er hið umfangsmesta
þeirra Æfisaga Jóns Þorkelssonar Skálholtsrektors (Thorkillii)
prentuð á kostnað Thorkilliisjóðsins 1910 í 2 bindum all-
þykkum, með löngum latneskum kvæðum eptir Thor-
killius, og fjölda fylgiskjala frá fyrri hluta 18. aldar, helzt
um skólamál o. m. fl., og mundu sum þessara skjala ella
hafa seint prentuð orðið, en ágætt að hafa þau þarna,
þvi að þau skýra sögu þeirra tíma á margan hátt. Þess
skal getið, að Klemens Jónsson (síðar ráðherra) hefui'
samið mikinn hluta siðara bindisins (sögu Thorkilliisjóðsins
°- fl.). Útgáfa þessa rits er í raun réttri eitthvert hið bezta
sýnishorn af útgáfustarfsemi dr. Jóns: að sleppa engu
undan, er staðið gæti í einhverju sambandi við aðalefnið