Skírnir - 01.01.1924, Side 30
22 Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður. [Skirnir
eða Bkýrt það, taka heldur of en van til þess að bjarga
sem flestu frá gleymsku. Eptir að dr. Jón var nýkominn
hingað, safnaði hann þjóðsagnasafni fyrir Einar Benedikts-
son, er prentað var 1899 (Þjóðsögur og munnmœli), dágott
safn. Síðar (1908) reit hann að fyrirlagi stjórnarráðsins
STcýrslu um slcjöl og handrit í safni Arna Magnússonar,
sem komin eru úr opinberum skjalasöfnum á Jslan'di, og er
þar gerð nákvæm grein fyrir því, hversu mikið það er,
sem Danir halda fyrir oss af skjölum, sem þeir hafa eng-
an eignarrétt á, en voru að eins send Arna að láni og
aldrei skilað. En tilefni þessarar skýrslu var þingsálykt-
un til stjórnarinnar frá alþingi 1907, að krefjast þess-
ara lánuðu skjala af Dönum, og mun Hannes Hafstein
eitthvað hafa farið þess á flot, en síðan hefur víst stjórn-
in skipt sér lítið af þessu, enda eflaust torsótt að fá Dani
til að skila þessu aptur með góðu og hæpið með illu, þar
sem hæstirétturinn danski mundi dæma í því, ef það
væri ekki lagt í gerðardóm milli landanna, þar sem Dan-
ir þá hefðu undirtökin. Auk þessa bjó dr. Jón undir
prentun Kvœði Bólu-Hjálmars (1915—1919) í tveim bind-
um og reit æfisögu hans. Lagði hann allmikla vinnu í
verk þetta, er hann vann fyrir Hjálmar hinn skurðhaga
Lárusson, dótturson skáldsins, og mun litla borgun hafa
fyrir það tekið, því að honum þótti vænt um báða þá
nafna, skáldið og þjóðhagann, og taldi því ekki eptir sér
að hafa dálítið ómak þeirra vegna. Um sömu mundii'
gaf hann út Urvalssafn af Ijóðum séra Jóns Þorlákssonar,
forföður síns, á 100 ára dánarafmæli hans (1919), og kost-
aði Sigurður Kristjánsson prentun á því riti. Ennfremur
reit dr. Jón í Andvara Æfisögur: Halldórs Kr. Friðrilcsson-
ar (1903), Arna Thorsteinson landfógeta (1908) og Einars
Ásmundssonar í Nesi (1912), auk þeirra, sem áður er getið
(Guðbr. Vigfússonar og Gríms Thomsens). Hann reit og
stutta minningu Þorvalds Thoroddsens í Skírni 1922 og
minningu Magnúsar Stephensens landshöfðingja i sama rit
1923. En hið allra síðasta verk, er dr. Jón lagði hönd á
og bjó til prentunar, var af nýrri gerð og mun mörgum