Skírnir - 01.01.1924, Page 32
24
Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörðnr.
[Skirnir
snemma í október, að hann fluttist þaðan á Bjargarstíg 2.
Mun hann hafa ofkælzt í þeim íiutningum, og var þá
hálflasinn nokkra daga, — en hafði annars verið jafnan
heilsuhraustur — þangað til hann veiktist til fulls af
lungnabólgu sunnudaginn 14. okt., og lá þá lengi þungt
haldinn, svo að hann var um tíma talinn af, fékk og snert
af brjósthimnubólgu. Þó hresstist hann bvo, að hann
komst á fætur um byrjun jólaföstu, og virtist þá úr allri
hættu, svo að vinir hans þóttust hann úr helju heimt
hafa. Var hann orðinn svo hress um nýársleytið, að hann
var farinn að koma út, og nokkra daga eptir nýárið
kom hann snöggvast í Þjóðskjalasafnið, en auðséð var,
að hann hafði þá hvergi nærri náð sér aptur. En skömmu
eptir þrettánda lagðist hann aptur, en var ekki þungt
haldinn í fyrstu, og bjóst sjálfur við, að hann mundi
brátt komast á fætur aptur, en læknar voru mjög í vafa
um, hvað að honum gengi. Svo þyngdi honum allt í einu
svo alvarlega um mánaðamótin jan.—febr., að hann lá
eptir það fulla 10 sólarhringa, nær ávallt með óráði nótt
og dag, og hugðu læknarnir helzt, að það væri heila-
himnubólga. Var þá auðsætt, að ekki mundi þar nema
einn endir á verða, og andaðist hann 10. þ. m. (febr.),
þriðja sunnudag í þorra, kl. 11 um morguninn, réttum 17
vikum eptir að hann hafði sýkzt í fyrstu. — Jarðarförin
fór fram 25. febr. að viðstöddu miklu fjölmenni, og var
hin veglegasta. Séra Jóhann Þorkelsson hélt húskveðju
heima, en séra Bjarni Jónsson ræðu í kirkjunni. Nokkrir
fyrverandi samþingismenn hins látna báru kistuna inn í
kirkjunna, en stjórn Bókmenntafélagsins og stjórn Sögu-
félagsins, 4 menn úr hvorri, báru hana út. Bókmennta-
félagið gaf prýðilegan minnisskjöld úr silfri eptir Björn
Björnsson gullsmið, en blómsveigar voru sendir frá Þjóð-
skjalasafninu, Sögufélaginu, starfsmönnum Stjórnarráðsins,
starfsmönnum Landsbókasafnsins og ýmsum vinum og
ættingjum hins látna.
Dr. Jón var tvíkvæntur. Með fyrri konunni Karólínu
Jónsdóttur, ættaðri úr Eyjafirði, átti hann 3 börn, og lifir