Skírnir - 01.01.1924, Page 33
Skirnir] Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður. 25
eitt þeirra, Guðbrandur rithöfundur. Síðari kona hans, er
hann kvæntist 7. júní 1920, var Sigríður Finnbogadóttir
frá Presthúsum i Mýrdal Einarssonar, og lifir hún mann
sinn. Voru þau hjón systrabörn og eiga eina dóttur, Matt-
hildi að nafni. Frú Sigríður reyndist honum hin bezta
kona og stundaði hann ágætlega i hinni löngu banalegu
hans. Lét hann þess og getið við vini sína, að hann
hefði aldrei unað betur hag sínum, en þessi síðustu ár.
Dr. Jón var hár vexti og þrekinn að því skapi, og
að öllu leyti hinn öldurmannlegasti að vallarsýn, með
mikið og fallegt skegg, er fyrir löngu var orðið alhvítt
af hærum; jók það mjög á hina ytri prýði mannsins og
gerði hann auðkennilegan frá öðrum mönnum. Sómdi hann
sér einkarvel, hvar sem hann var staddur, og lýsti það
sér í fasi hans, framkomu allri og málfæri, að hann var
enginn miðlungsmaður eða lítilsilgd veimiltíta, heldur mað-
ur, sem meira var í spunnið en fólk flest, þéttur á velli og
þéttur í lund. Hann var að eðlisfari skapmikill og skapharð-
ur, og gat orðið nokkuð harkalegur á svipinn, er honum mis-
líkaði, en hann gætti optast hófs og stillingar, enda þurfti
hann á því að halda í ýmsum þeim erfiðleikum og óþæg-
indum, er honum báru að höndum um dagana, og enginn fer
algerlega varhluta af, þótt misjafnt sé. Hann var tryggur í
lund og vinfastur, þar sem hann tók þvi, og við þá, sem hann
hafði einhverjar mætur á og honum þótti eitthvað mann-
tak i, og munu flestir þeir, sem þekktu hann bezt, hafa
opt komizt að raun um það, að hann var ekki einn í dag
og annar á morgun. Auk allmargra vina frá æsku hans
og þroskaaldri, átti hann marga góðkunningja og mál-
kunningja, bæði hér í bæ og annarsstaðar á landinu, því
að hann hafði kynnzt meira og minna mörgum mönnum
af ýmsum stéttum, er munu flestir minnast hans látins
með hlýjum huga. Hann hélt fast á skoðunum sínum og
gat verið allóvæginn í ritdeilum, einkum á yngri árum,
er hann átti í höggi við jafnaldra sína, og er það engum
kappsfullum manni láandi, þótt hann verji sess sinn röggr