Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 37
Nokkrar athuganir og tillögur enn
um alþýðufræðslu í íslenzkum sveitum-
Eftir séra Ófeig Vigfússon.
Fyrsta ástæðan til þess, að ég nú og enn legg út
i það, að skrifa nokkuð um þetta mál, eru vinsamleg
tilmæli merks mentamanns; önnur er sú, að nú eru að
hefjast opinberar umræður og bollaleggingar um mál þetta,
fyrir og um nálægt næsta alþing; þriðja er sú, að
þetta alþing mun tæplega komast hjá því, að hlusta á
þessar umræður og knýjast af þeim til að semja og lög-
festa eitthvað ákveðið um fyrirkomulag og framkvæmd
þessa máls, eftir þvi, sem skynsamlegast og tiltækilegast,
heppilegast og skaðminst þykir, eins og öllu er háttað nú;
og fjórða ástæðan er sú, að einnig ég vil gjarna gera, og
leggja fram fyrir þing og þjóð, ef unt væri, mitt bezta í
þessu máli, eins og aðrir, sem eitthvað sérstakt þykjast
hafa að segja, eða eitthvað ákveðið vakir fyrir, svo sem
hið réttasta og notadrýgsta frá þeirra sjónarmiði.
Blaðið »Vörður« hefur hafið umræður um mentamálin
yfirleitt, og ætlar að halda þeim áfram. Það er gott og
þarft verk, og yfirleitt vel og skynsamlega gert, það sem
af er. Og nú skrifar þar góður maður, kennari, vel og
rétt, sögu alþýðufræðslulaganna frá 1904, um framkvæmd
þeirra og gengi og um afturför þá, sem orðin er. En
ekki er enn komið um tillögur hans, svo að ég viti. Hann
segir og sýnir fram á afbragðs gott gengi þessara laga
alt fram á stríðsár, og svo almenna framkvæmd þeirra,