Skírnir - 01.01.1924, Page 38
30
Nokkrar athuganir.
[Sbírnir
að seinast voru ekki nema einir 5 hreppar á öllu land-
inu, sem ekki fullnægðu þeim. Telur hann þetta betra
en verið hafi, í sömu efnum, hjá nokkurri annari þjóð.
Er slíkt góður og gleðilegur vitnisburður. Því að hann
virðist sýna í fyrsta lagi það, að öll alþýða íslenzkra sveita
sé yfirleitt löghlýðin vel; í öðru lagi það, að hún sé hneigð-
og fús til menta; í þriðja lagi það, að hún bæði vilji og
reyni að leggja nokkuð á sig í því efni; og í fjórða lagi
það, að mikið sé fyrir hana gjörandi.
En þá komu styrjaldar vandræðin öll, dýrtíðin og fjár-
skorturinn, og örðugleikarnir til allra framkvæmda, þar
á meðal fræðslulaga framkvæmdanna. Þá fóru sveitirnar
að kvarta; allir fóru að kvarta; og stríðsáraþingin sáu
sér ekki annað fært, né heldur fræðsluhéruðunum, en að
slaka til, milda kröfurnar og gefa frjálsari tauminn um
stjórn og framkvæmd þessara laga; og jafnframt einnig
að kippa að sér all mjög örlætishendinni um alþjóðlegan
styrk til þessa máls.
Þetta hefur sjálfsagt verið nauðverja og ekki um
annað að gera, þar sem allir aðilar, rikið sjálft og hrepp-
arnir og einstaklingarnir flestir, höfðu étið upp nær allar
»feitu kýrnar* frá gróðaárunum góðu, en urðu að fara að'
lifa á lánum og skuldum, og gátu varla eða ekki staðið
i skilum við lánardrotna matar og drykkjar. Því fyrst
verður þó að lifa líkamslífinu, til þess að geta lifað því
andlega hér í heimi, enda varla heilbrigt andlegt líf, sem-
sjálfstæði glatar, eða sökkvir því í skuldir og óskil.
Þegar svona var komið, þá tók einnig brátt að dofna
yfir og draga úr alþýðufræðslunni, og jafnvel allri fræðslu
um sinn — og fræðsluhéruð sveitanna notuðu sér mörg
undir eins tilslökun þings og stjórnar á kenslukröfum, og
linuðust líka í fræðsluframkvæmdum við rýrnun lands-
sjóðsstyrksins.
Kennarinn segir í »Verði«, að nú sé svo komið, að'
um 55 af fræðsluhéruðum landsins hafi horfið frá reglu-
legu fræðslulagafyrirkomulagi, en muni þó mörg halda
uppi nokkurri kenslu í einhverri mynd; og það er á hon-