Skírnir - 01.01.1924, Síða 39
Skírnir]
Nokkrar athnganir
31'
um að skilja, að fieiri muni eftir fara, en hinum fækka
óðum, sem fullnægja fræðslulögunum, ef við svo búið
verði látið standa.
Þetta held ég nú lika, og að varla geti hjá því farið um
sinn, meðan efna- og lifsframdráttar hagur og horfur þjóð-
ar og einstaklinga, og fyrirkomulag og stefna alþýðu-
fræðslulaganna eru svo sem nú er.
Ég er líka hræddur um — nú orðið —, að það hafi
ekki verið mentafúsleikinn og ánægjan ein með fræðlu-
lögin, sem drógu þessi og fieiri héruð svo fijótt undir
fræðslulögin, og héldu þeim undir þeim þenna stutta
tíma, heldur hafi það og verið sumpart landssjóðsstyrkur-
inn, meðan hann var að mun, sumpart metnaður um það,
að vera og gera eigi miður en aðrir; sumpart forvitni eða
löngun til að prófa þetta fyrirkomulag, til þess að geta
dæmt um það; og sumpart mikil og góð afskifti og eftir-
lit góðrar yfirfræðslustjórnar. Því að góð og samvizku-
samleg hefur hún ávalt verið i höndum Jóns Þórarins-
sonar, þess ágæta manns.
Byggi ég nú þenna grun á því, að fljótt mátti heyra
marga rödd, og því fleiri sem lengur leið, meðal barna-
eigenda, og enda ýmsra annara, sem lýsti og lýsir þessari
hugsun og tilfinning: »Hvað á það að þýða, eða til hvers
er það, að vera að gera foreldrum og börnum svo erfitt;.
eyða svo miklum kröftum og samtals of fjár, til svo margvís-
legrar og mikillar kenslu barna á byrjandi eða varla byrj-
uðu þroskaskeiði; kenslu, sem er svo mikil og fjölbreytt,.
að hún hlýtur að verða mjög hraflkend, óljós og laus í
minni nemenda, og gagnslítil fyrir lífið hjá öllum þorranum,.
nema þá hjá þeim, sem síðar á þroskaaldri hafa vilja og
getu til að rifja upp, festa í minni, auka við, og þá hag-
nýta eitthvað af náminu fyrir lífið*. Og fráleitt hefur
altof mörgum þótt, og þykir enn og liklega altaf, »að ætla
að heimta jafnt og hið sama af hverju barni, hvað sem
eðli þess og eiginleikum líður, ef þau annars teljast með
öllum mjalla« o. s. frv., og vera að pína þau og kreista