Skírnir - 01.01.1924, Síða 40
32
Nokkrar athuganir.
Skírnir
til þess náms, sem >vita má, að ofgerir þeim, og ekkert
gagn er að, á móti vilja þeirra og getuc.
Svona var og er nú hugsað og talað víða, jafnvel í
fræðsluhéruðum, þar sem alt var og er þó í lagi eftir
fræðslulögunum; og jafnvel söm eða svipuð hugsun og til-
finning hefur stundum — líklega oft — komið upp í huga
og fram á varir sumra kennaranna, þegar þeir voru
þreyttir, ráðalausir og mæddir af að stríða við »tossana«
eða þá »frábitnu«, sem kallaðir eru, og reyna að gera þá
í öllu jafna hinum færari eða fúsari, en árangurslaust.
Svipað mun og hafa vaknað og vakað fyrir ýmsum fræðslu-
nefndum og prófdómurum í sambandi við margt barnið,
Bem »látið« var ná fullnaðarprófi, til þess að pína það
ekki lengur og gera ekki eigendum þess meiri raun og
erfiðleika. En um staðgœði og gagnsemi góðrar fullnaðar-
prófskunnáttu barna af »betri endanum* get ég sagt það
dæmi, að ég hef þekt og reynt nokkur, sem höfðu nœr
öllu gleymt eftir eitt og tvö ár, t. d. þá verið ófær í reikn-
ingi, þótt þau við fullnaðarpróf fengi 8 með réttu, eftir
kunnáttu eða frammistöðu prófsaugnabliksins.
Að lesa, skrifa og reikna kemur öllum alstaðar saman
um, að lífsnauðsyn sé að kunna, og það vel, hverju manns-
barni, og allir alstaðar vilja gera alt til þess, að svo megi
verða, að því er ég bezt veit; og svo mega líka y. h. allir
og allar sveitafeður og mæður, sem ég þekki til, eiga það,
að þeir og þær vilja fá kristileg frœði og kristindóm:
Kenning sjálfs Krists, trú og lif inn í hugi og hjörtu barn-
anna sinna, og líta á það nám sem stœrstu lífsnauðsynina,
jafnvel »hið eina nauðsynlega«; því að þeim hugsast og
finst, að með þeirri námsgrein og hagnýting hennar standi
eða falli hvert mannsbarn, í öllum skilningi. En þetta
fernt: Kristindóm, lestur, skrift og hagnýtilegan reikning
finst fólki alment, að kenna megi og læra, alténd til að
byrja með fram að fermingu, með hægara og ódýrara
móti en verið hefur, að miklu leyti eða mestu eða öllu í
heimahúsum, með einfaldri og auðveldri umgangskenslu;
og þá auðvitað eftirliti og aðstoð prests og fræðslunefnd-