Skírnir - 01.01.1924, Qupperneq 41
Skirnir]
Nokkrar athnganir.
33
•ar. Og jafnvel þá líka í viöbót stutt en skýr ágrip eða
yflrlit yflr aðrar fræðigreinar.
Eittflvað af þessu, eða það alt, eða fleira þessháttar,
mun nú hafa vakað fyrir þeim mörgu fræðslufléruðum,
sem nú hafa notað sér leyfið og lausnina undan fræðslu-
lögunum; og mór er grunur á, að nokkuð líkt búi undir
hjá fleirum, er eftir muni fara. En flvað er þá við þessu
•að segja eða gera? Því verður ekki breytt eða hrundið
aftur í fræðslulagana farveg og stefnu, og ekki flaldið
uppi eða við í þeirra anda og lagi, nema meö því einu,
að fræðslulögin sjálf verði endurreist og skerpt, og þau
framkvæmd með fullum krafti. Ætlun þeirra og stefna
er sú, að í flverju fræðsluhéraði sé með tímanum, helst
sem fyrst, sérstaklega lærður kennari, sem geti með fjöl-
skyldu haft sæmilegt lifsuppeldi af kenslu við skóla 10—
14 ára barna, sem sé a. ra. k. farskóli, en helzt af öllu
fastaskóli, bygður og kostaður af landssjóði og hreppasjóð-
um eftir nýjustu tízku og venju; og munu þegar fáein
slík hús hafa til orðið í sveitahéruðum, á fyrstu og beztu
dögum fræðslulaganna. Andi, starf og stefna þessara laga
hafa líka, sem von var, komið á fót nýrri fjölmennri stétt
i landinu, alþýðukennarastétt, svo fjölmennri, að skipa
mætti a. m. k. einn úr þeirri stétt i hvert einasta fræðslu-
hérað sveitanna, og þá eðlilega jafnfrarat komið upp stórri
og dýrri stofnun, kennaraskóla, til þess að gera þessa
stétt kensluhæfa.
En þessi nýja stétt, sem þegar er komin upp og orðin
nægilega fjölmenn, hún gstur ekki enn lifað sjálfstæðu lífi
i sveit, þrátt fyrir stórfé samtals úr ríkis- og sveitasjóðum
til launa, sem eru þó lítil á hvern, hvorki i heild né hver
einstakur í henni, og ekki fyr en hún fær að launum þau
lífskjör, að lifa megi þar við eðlilegu lífi ókvalinn helzt
Alla æfi, með húsi og heimili, konu og börnum. Enda
finnur hún þetta, sem vonlegt er, og krefst eðlilega bættra
kjara og jafnréttis við aðrar stéttir.
Sakir þessara ókjara kennara í sveit, er það þá og,
•að þar hafa víðast kennarar verið, eru enn og verða,
3