Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 42
34
Nokkrar athuganir.
[Skirnir
meðan eigi er úr bætt, eins og »kría á steini« eða »fló á
skinni«, sitt árið hver og í hverjum stað, og sárafáir stöð-
ugir i einu og sama héraði. Og fái sveitakennari ungur
sér unnustu og langi eðlilega til að taka saman við hana,
þá er hann, ef því á framgengt að verða, sjálfdæmdur
frá sveitakenslu, hve ágætur sem hann er, vegna þess að
þar vantar bústað og bjargleg laun. Það hafa því verið,
eru og verða aðallega einhleypir unglingar, sem fengizt
hafa og fást í sveitahéruðin, óráðnir og á flökti, eins og
þeim aldri er títt, þar til þeir staðfesta ráð sitt. En þá
verða þeir líka að hætta að vera kennarar í sveit, en
reyna að bjarga sér og sínum á annan hátt. Svona hefur
þetta verið, svona er það og svona verður það, meðan
fræðslulögunum og kröfum og þörfum kennarastéttarinnar
er ekki viðunanlega fullnægt. En livenœr og Tivernig verð-
ur það, í strjálbygðu, torfæru, fámennu og fátæku íslenzku
sveitunum? Hvað kostar það sveitirnar og ríkissjóð? Ég
get ekki svarað því; en ég veit, að það kostar meira fé
miklu, en hingað til hefur til þess farið. Og ]>ó treystu
sveitirnar, svo margar, og þing og stjórn sér eTcki til að'
halda fjárhagslega uppi því fyrirkomulagi, sem var og
átti að vera eftir lögunura. Mundu þá þessir aðilar nú
eða bráðlega treysta sér til, að rétta aftur við fræðslu-
lagafyrirkomulagið og fullkomna það með efnalegum með-
ölum? Núna eða á næstunni, er allir þessir aðilar berjast
í bökkum með að halda uppi sjálfstæði sínu, og jafnvel sjálfu
lífinu? Er allir kvarta, og allir kalla hver til annars: »Þú>
þarft og verður að spara, spara alt, sem mögulegt er að
lifa án, og jafnvel leggja hart á þig og þína, til þess að
ekki fari alt um koll«. Það er lika víst, að margur spar-
ar, og leggur hart á sig — og hafa altaf gert sumir —
a. m. k. í sveitunum, til þess að bjarga frelsi sínu og
sinna, heiðri og sóma sönnum, en hefur þó ekki aflögum
til stórfeldra fjárframlaga. Og hvað mundi svo fást fyrir
kostnaðinn við fræðslulagafyrirkomulagið endurreist, endur-
bætt og skerpt, með ærnum kostnaði og álögum, ekki minm
heldur meiri, en nokkru sinni áður? Það sama og áður: