Skírnir - 01.01.1924, Side 43
Skirnir]
Nokkrar athnganir.
35
Óljós og laus og staðlítil nasasjón inn í margar fræði-
greinar, fáum að miklu gagni, mörgum að litlu og enn
fleirum að engu gagni í lífinu eða fyrir lífið, af því að
flest gleymist svo fljótt, og af því, að ekki þarf á því að
halda; einnig af því, að flest af því er kent og lært i
flýti og spreng, og sumt með nuddi og nauðung. En einnig
af því, að ekkert aðhald er til, enginn kostur, engin stofn-
un, til að viðhalda, auka og festa á þroskaðri aldri þetta,
sem numið er á byrjandi og veiku þroskaskeiði; engin
slík stofnun, er alment verði notuð. Ætla raá þó, að ein-
hver kunnáttuhnekkir hlytist af þvi — a. m. k. á yfir-
borðinu —, ef hætt yrði við að kosta og kenna fyrir op-
inbert fé og tilstilli, fleiri eða færri fræðslulaganámsgrein-
ar, alténd hjá stöku unglingi; en þegar á alt er litið, eins
og það er og verður í raun og veru, með núverandi fyrir-
komulagi og ástæðum öllum, þá kemur ósjálfrátt í hugann
þetta gamla, góða og sanna orðtak: »Grott er flot og feitt
ket, en fullkaupa má það*.
Ég er orðinn meir en hræddur um, að þetta, sem
fæst og hefur fengizt fyrir fræðslulagafyrirkomulagið og
féð og fyrirhöfnina í sveitunum, sé fullkeypt, ofkeypt; jafn-
vel þótt fé sé nægt og framkvæmd í lagi.
En nú er þröngt i hverju búi, og þrengingin þrýstir
dugandi fólki og þjóð til að hugsa og breyta öðruvísi og
ráðvislegar en áður, og þá breyta til; hverfa frá því, sem
er ómögulegt án sjálfstæðishættu, og til þess, sem er
mögulegt; en þó þannig, að sem minstur, og helzt enginn
»skaði sé skeður*; milcið sparað og grætt, en litlu eða engu
spilt eða tapað. En hvernig má slíkt verða í þessu mikla
máli? Það sýnist náttúrlega sitt hverjum; en nú skal ég
segja, hvað mér sýnist nú, eins og reyndar fyr. — Mætti
hér um margt vísa til skrifa minna um þetta mál í Fjall-
konunni og Þjóðólfi 1907, og víðar.
1. Yfirumsjón allra fræðslumála getur stjórnarráðið
eitt haft.
2. Kennarafræðslu getur einn vel hæfur maður, dósent
eða prófessor, við Háskólann haft á hendi, og kent utan
3*