Skírnir - 01.01.1924, Síða 44
36.
Nokkrar athuganir.
[Skírnir
háskóla kennaraefnum með opinberum fyrirlestrum og
æfingum, en innanskóla nemendum eins og þar gerist.
3. í hverjum sveitahreppi sé fræðslunefnd, eins og
nú er, sem elclcert kostar, með sama valdi og líku verksviði
sem er, og einn maður, sem sé lcenslulœrður prestur eða
prestlœrður kennari.
4. Af hverju barni, heilbrigðu og hæfu, á sveitaheim-
ili skal heimta minst til fermingar góðan og glöggan lest-
ur, vel lœsilega skrift og nothœfa kunnáttu reiknings í 4
höfuðgreinum heilla talna og brotinna, auk kristilegrar
þekkingar og breytni, sem sjálfsögð er, og heimilin sjálf
heimta. Þessar kröfur geta heimilin sjálf uppfylt, með
eftirliti og aðstoð prests og fræðslunefndar, sem og útvega
umgangs eða eftirlitskennara, eftir þörfum. Sá kennari
þarf ekki endilega að vera kennaraskólalærður, heldur að-
eins 8em hezt Tcunnandi lestur, skrift og reikning og góður
maður, og má trúa presti, fræðslunefnd og heimilum í
sameining til að velja hann, ráða og halda eða sleppa.
Þenna kennara geta kenslubarnaheimilin sjálf flest fætt,
og skifzt á um hann og börn sín á víxl, til þess að sam-
eina börnin og drýgja tilsögnina, fræðsluhéraðinu að kostn-
aðarlausu. En frœðsluhéraðið getur sjálft samið um þókn-
un kennarans og borgað hana án ríkisstyrks. Þá þurfa
heimilin ekki að gera út, eða borga fé út, með börnum
sínum, og alt verður svo einfalt og hægt og ljúft — heima-
legt og kœrt. Má þá og kenna og nema meira og fleira
en um krafðar 4 höfuðnámsgreinar, eftir því sem vilji og
geta er til. Allur veturinn sé kenslutími og náms.
5. Um hver vetrarlok sé prófað í viðurvist prests og
fræðslunefndar hvert 10—14 ára barn í skyldugreinum og
öðru, sem kent er og lært, vitnisburður gefinn og skýrslur
sendar yfirstjórn kenslumála, um fræðslufyrirkomulag og
árangur. Alt þetta þarf engan ríkisstyrk að kosta né held-
ur ríkisskatt af gjaldendum.
6. En er þessum kröfum er vel fullnægt, ]>á þarf að
vera til stofnun, sem getur tekið við, til viðhalds, aukningar
og eflingar því, er kent og lært hefur verið heima, fyrir öll