Skírnir - 01.01.1924, Síða 45
Skirnir]
Nokkrar athnganir.
37
þau ungmenni, 14 ára og eldri, sem hafa löngun, hæfi-
leika og nokkrar ástæður til frekara almenns náms. En
þá efnilegu, en getulausu, ætti að styrkja eða heimili þeirra
af hreppi eða ríki. Hina, sem vantar löngun og hœfileika,
en hafa þó lært lífsnauðsynjafræðin fjögur, á ekki að skylda
eða neyða, eftir fermingaraldur. Geta orðið góðir og al-
nýtir menn fyrir þvi. Getur og hver vellesandi maður
mikið mentað og frætt sig sjdlfur, ef löngun og hæfileik-
ar eru tii, eins og ótal dæmi eru til.
En framhaldsfræðslustofnun þarf nauðsynlega að vera til
fyrir öll námsgjörn og hæf ungmenni eftir fermingaraldur,
og það þar, sem minst erfiði og kostnaður er að ná til
hennar og hafa hennar not.
(Jngmenna alþýðuskóli í hverri sýslu, hæfilegur og
nægilegur, mundi kosta mikið-, en minna þó miklu en far-
skólar eða fastaskólar í hverju fræðsluhéraði með lífvæn-
legum kennaralaunum og viðunanlegum aðbúnaði eftir
fæðslulaganna fyrirmælum og tilætlun.'
7. En minst mundi samt kosta, hœgast að stofna
smámsaman, og drýgst til menta og menningarnota, að
koma slíkum skóla upp í hverjum hreppi eða fræðsluhér-
aði, með því, að hafa þar jorestinn fyrir kennara á heimili
sínu, sem ætti að vera sem næst miðbiki héraðsins, handa
slíkum ungmennum. Allir eða flestir hreppsbúar flestra
sveitahreppa mundu bæði vilja og geta gert og létt mikið
undir í þessu efni. Þeir geta sjálfir flutt þing- og funda-
húsin Bín á prestsetrið, og gert þau svo úr garði, að þau
séu hæfileg til kenslu og íbúðar fyrir stálpuð börn og
ungmenni þeirra, sem þá þurfa ekki lengra að fara til
að fá jafngóða fræðslu og fást kann annarsstaðar. En til
slíkra stofnana ætti ríkið að styrkja sveitalýð eigi síður
en sjávar.. Gæti þá margir oft gengið heiman og heim
daglega, og ekki nærri allir þyrftu að liggja við; og það
væri svo einfalt, hægt og heimalegt og holt. Og sannar-
iega œtti að mega trúa kenslufróðum prestum til að kenna
æskulýðnum almenn fræði: Sögu, landafæði, náttúrusögu
og reikning o. s. frv. Auðvitað ættu þeir þó að standa