Skírnir - 01.01.1924, Side 47
Um Magnús Eiríksson.
Eftir Ágúst H. Bjarnason.
Einn er sá íslendingur öðrum fremur, er legið hefir
iielst til lengi »óbættur hjá föðurgarði* en það er guð-
fræðingurinn Magnús Eiriksson. Sjera Matthías Jochums-
son vakti athygli mina á þessu, er hann reit greinar sín-
ar »Dvöl mín í Danmörku* í »Iðunni« (1916); kemst hann
þar meðal annars svo að orði1):
»Yil eg geta þess hjer, að það er sorgleg minkunn, að enginn frjáls-
lyndur Islendingur skuli hafa getið Magnúsar nokkuð i þá átt, sem vert
sje. Einn danskur maður sögufræðingurinn Schwanenfliigel, hefir ritað
all snjalla grein um hann og jafnað honum við Sören Kierkegaard, einn
hinn mesta heimsspeking og guðfræðing á Norðurlöndum; segist hann
jafna þeim saman sem afreksmönnum, Kierkegaard sem spekingi, en
Magnúsi sem *karakter«2 *). Presturinn Hafsteinn Pjetursson er sá eim
íslendingnr, sem ritað hefir all langa grein um Magnús, en samið hana
írá rjetttrúnaðar sjónarmiði8), og hefir fyrir þá sök gert Magnús að
hálfgildings einræning og afglapa, enda virtist samtið hans hann svo
vera. Hafa þau verið örlög 'nálega allra stórmenna, sem hafið hafa
nýjar trúarkenningar gegn riki klerka, kreddum og hleypidómum. En
það, sem barg Magnúsi, svo að kjör hans nrðu þó ekki verri en þau
urðu, var hans merkilega framferði, einfeldni, umhurðarlyndi, blíðlyndi
og þolinmæði. Hinir ungu og gjálifu landar hans kölluðn hann jafnan
»frater< (bróður) og það nafn sómdi honum vel, því hann elskaði þá
eins og bræður slna eða börn og var heilagt ljós á þeirra villugjarna
vegi. Guðrækni hans var honum helgari en himinn og jörð, og nauðug-
nr nefndi hann guðs nafn eða trúarmál sín nema nauðsyn bæri til og
hreint væri í kringum hann«.
Þannig farast sjera Matthíasi orð um Magnús Eiríksson.
*) Iðunn 1915—16, bls. 263.
2) Det Nittende Aarhundrede, 1877 bls. 266 o. s.
s) Tímarit Bókmentafjelagsins, 1887.