Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 48
40
Um Magnús Eiriksson.
[Skirnir
Eg ætla nii að reyna að afmá þá »sorglegu minkunn«
er Matthías nefnir svo, með því að lýsa Magnúsi Eiríks-
syni lítið eitt, lífi hans og stríði, staðlyndi hans og trú. Raun-
ar finn eg vanmátt minn til þessa, því að hvorki hafði
eg persónuleg kynni af Magnúsi nje heldur er eg guð-
fræðingur, svo að eg geti dæmt um verk hans til nokk-
urrar hlítar. En þó vona eg, um það er lýkur, að
geta sannfært menn um það, að það er satt, sem sjera
Matthías segir um hann, að hann var »heilagt ljós« á hin-
um villugjarna vegi samtíðarmanna sinna, og að vjer ís-
lendingar megum miklast af því að hafa átt jafn hrein-
lyndan mann og sannleikselskandí og Magnús Eiríksson
var. Þó er Magnús ekki að fullu bættur nje honum gerð-
full skil, fyrri en öll rit hans hafa verið krufin til mergj,-
ar og sýnt er, hversu langt hann var á undan samtíð
sinni, einkum í Danraörku, — að hann í raun rjettri bar
höfuð og herðar yfir flestalla guðfræðinga þeirra tíma.
Hann vildi verða eins konar siðbótamaður sinna tíma1).
Hann vildi í raun rjettri halda siðbótinni áfram og leiða
hana til lykta með því að komast aftur alla leið til þess,.
er hann hugði vera hinar ómenguðu kenningar Jesú Krists-
sjálfs. Mönnum verður þetta ef til vill ljósara, ef þeir
athuga, hvert siðbótin í raun og veru stefndi, að siðbótar-
mennirnir komust ekki nema hálfa leið, og að menn nú
á síðari timum eru að reyna að komast hana alla.
I. Siðbót fyr og nú.
Á endurreisnartímabilinu rofaði fyrir nýjum degi
frjálsrar hugsunar, og siðbótin var skilgetið afkvæmi'
endurreisnartímabilsins. Siðbótin var bylting gegn erfi-
kenningum og yfirráðum miðaldakirkjunnar. Það var á-
hugi manna á gullaldarbókmentum Grikkja og Rómverja,
sem kom lærðum mönnum þeirra tíma til þess að nema
forntungurnar, grísku og latínu, og kynnast fornaldar
Sbr. Endnrminningar próf. Dahls, sem dr. Jón Helgason bisknp'
birti i Óðni VIII, 2, 1912.