Skírnir - 01.01.1924, Síða 50
Skirnir]
Um Magnús EiríkBson.
41
bókmentunum. En Sjötíumannaþýðingin á Gl. Testament-
inu, Guðspjöllin, Brjef Páls postula og sumt af ritum kirkju-
feðranna hafði verið ritað á grísku, hitt á latínu. Nú var
það eðlilegt, að kristnum mönnum og þá einkum guðfræð-
ingum virtist liggja nær að kynnast hinum kristnu forn-
ritum en hinum heiðnu, sem flest öll voru fallin meira
og minna í gleymsku og dá, og því varð siðbótarmönn-
unum sjerstaklega hugleikið að kynnast sem flestum
ritum biblíunnar. Því var það, að Zwingli, Calvin,.
Lúther og Melanchton, engu síður en fyrirrennarar þeirra
Valdez, Wycliff og Húss, rannsökuðu allir meira og minna
ritningarnar á forntungunum. En það var ekki eintóm-
ur vísindalegur áhugi, sem kom þeim til þess að rann-
saka ritningarnar, það var annað og meira. Það var
hjartans þrá þeirra að reyna að komast að uppsprettuim
kristilegrar trúar og fá fulla vitneskju um, hvers eðlis-
kristna trúin var í upphafi kristninnar. Þetta var þvl
einskonar andleg krossferð til landsins helga. En hvernig
var þá ástatt í kristninni?
í hverri kaþólskri kirkju um endilangan heim máttr
líta Kristslíkanið og líkan annara helgra manna í ljósL
guðfræðilegra erfikenninga. Þar mátti líta Krist hinn ein-
getna, Krist hinn krossfesta og Krist hinn upprisna, sem
var dýrðlegur gjör með geislabaug um höfuð. En mönn-
um var kent, að eini vegurinn til hans og til eilífrar
sáluhjálpar lægi um kirkjuna og fyndist að eins fyrir
náðarmeðöl hennar, sakramentin. Engin sáluhjálp utan
kirkjunnar (nulla salus extra ecclesiam), var viðkvæðið,
og páfinn var æðsti valdsmaður hennar.
En það, sem siðbótarmennirnir þráðu, var að kynnast;
Jesú guðspjallanna, að finna hinn sanna mann að baki
hinum guði gjörða manni og sjá, hversu hann lifði lífi
sínu meðal smælingjanna. Enn meira þráðu þeir þó það
leggja hlustir við boðskap sjálfs hans, sem var svo
djúpur og svo mildur, en þó svo einfaldur og skýr. En
þeir komust ekki alla leið; þeir komust ekki framhjá Páli
postula, sem er hinn eiginlegi höfundur trúarinnar á Krist