Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 52
:Skirnir]
Um Magnús Eiriksson.
43
ir skóla og ber hann honum þann vitnisburð, að hann
skiljist við hann »með miklum söknuði«. Átján ára að
aldri, 1824, fer Magnús í Bessastaðaskóla og útskrifaðist
þaðan árið 1829 með besta vitnisburði. Er í prófskjalinu
meðal annars komist svo að orði ura hann, að hann hafi
aldrei með aukateknu orði móðgað kennara sína nje sært
tilfinningar þeirra og hafi hann verið hinn besti og auð-
sveipasti við alla. Er þetta tekið fram hjer til þess að
sýna, hversu gæflyndur og grandvar Magnús var í öllu
dagfari sínu, þótt hann yrði nokkuð hvassyrtur, er hann
tók að rita. Stjúpfaðir hans og skólameistari báru fult
traust til hans, sem sjá má af því, að hann var ýmist
hjá stjúpföður sínum eða á skólabúinu á sumrin, en um-
sjónarmaður skólans á vetrum. Var hann jafn ötull til
likamlegrar sem andlegrar vinnu og gekk að hverju verki,
hirti fje og skepnur, stundaði silungs- og laxveiðar, gekk
að slætti og á reka og var hinn röskasti til alls, síkátur og
spaugsamur, en þó vorkunnlátur við samverkamenn sína.
Magnús var glímumaður góður, eins og sjá má af því, að
íhann var jafnaðarlegast annar fyrirliðinn (bóndinn)
bændaglímum pilta, á meðan hann var í skóla.
Eins og þegar er sagt, útskrifaðist Magnús úr Bessa-
staðaskóla árið 1829; en ómegðin var þá orðin svo mikil
hjá foreldrum hans, að þau höfðu ekki efni á að styrkja
hann til utanfarar. Gerðist hann þá skrifari hjá stift-
amtmanni L. A. Iírieger, hinum ágætasta manni, og var
hjá honum í 2 ár. Varð Krieger brátt svo hlýtt til Magn-
úsar, að hann tók að eggja hann á að sigla. En er Magn-
ús Ijet í ljós nokkrar efasemdir um, að hann mundi geta
bjargast upp á eigin spýtur í framandi landi, bauðst
Krieger beinlínis til að styrkja hann með það, sem á
kynni að vanta, þangað til hann næði prófi, og efndi
hann það dyggilega. Krieger dó sama árið og Magnús
lauk háskólanámi.
Árið 1831 sigldi Magnús til Kaupmannahafnar. Móðir
hans, sem var prestsdóttir og hin trúræknasta kona, hafði
■oft og einatt látið þá ósk í Ijós, að hann yrði prestur