Skírnir - 01.01.1924, Page 53
44
Um MagnÚ8 Eiríksson.
[Skirnir
Og þar sem hann nú sjálfur jafnan hafði verið trúhneigður,.
afrjeð hann að stunda guðfræði. Hann fjekk Garðstyrk og.
tók nú að stunda nám sitt af miklu kappi, en prófi lauk
hann með lofJegum vitnisburði árið 1837. Brá hann sjer
þá snögga ferð til íslands til þess að heimsækja móður
sína og stjúpa. Væntu foreldrar hans þess, að hann mundi
staðfestast á Islandi, því nú gat hann sem háskólageng-
inn guðfræðingur valið um öll hin bestu brauð á landinu.
En hugur hans hafði aldrei hneigBt til veraldlegra gæða
og því sneri hann aftur til Kaupmannahafnar. Þá var
það, að stjúpfaðir hans reit honum brjef það, er hann
mintist jafnan síðar með hinni mestu viðkvæmni. Endaði
það á þeBSum orðum: »Mjer er það nóg, að Jósef sonur
minn er enn á lífi«.
Það var alment þá á íslandi, að menn læsu ritning-
una og væru vel að sjer í henni. Magnús hafði og lesið'
bíblíuna frá barnæsku; auk þessa hafði hann, eins og þá var
títt, hlotið talsverða guðfræðimentun í skóla, og ofan á það'
bættist nú alt háskólanám hans. Hann varð því maður biblíu-
fastur og hinn slyngasti ritskýrari, en það kom honum
nú í góðar þarfir, er hann gerðist leiðbeinandi ungra guð-
fræðinema. Fjekk hann allmikla kenslu í þeirri greiu,.
er hann kom aftur til Kaupmannahafnar, og hafði af því
góðar tekjur um nokkurra ára skeið. En Magnús gat
aldrei látið sjer nægja hversdagsstritið eingöngu. Honum
fanst sem hann þyrfti að hafa eitthvert andlegt áhugamál
og brátt urðu trúmálin aðaláhugamálið, aðalástríðan hans,.
enda var einna mest hugsað og rætt um þau mál í Dan-
mörku þá á tímum.
III. Andlega umhverfiö í Danmörku.
Svo að menn kunni nokkur skil á afstöðu Magnúsar
Eiríkssonar til samtíðarmanna hans og þeim geti skilist
starf haus og stríð, skal hjer drepið lítið eitt á hið and1-
lega umhverfi hans í Danmörku eins og það var um hans
daga.
Þar er fyrst að geta Grundtvigs (1783—1872), preets-