Skírnir - 01.01.1924, Side 55
46
Um Magnús Eiriksson.
[Skirnir-
og sagði: credo quia absurdum, jeg trúi af þvi, að jeg skil
ekki. Það er hreinasti kross fyrir skilning minn, að guð
skuli hafa getað orðið maður, en jeg trúi þessu, og jeg
kasta mjer út í botnleysur trúarinnar rjett eins og jeg
væri að kasta mjer út á 70,000 faðma dýpi!
Gegn öllum þessum mönnum reis nú Magnús Eiríks-
son og sýndi fram á firrur þeirra. Eins og víkingur lagði
hann vígdreka sínum fram á milli þeirra og hjó og lagði
á báðar hendur í því trausti, að guð hefði gefið sjer heil-
brigða skynsemi. Tntelligo ut credam, jeg reyni að skilja
til þess að geta trúað, hefði hann getað sagt. Jeg trúi
því einu, sem mjer þykir skynsamlegast og guði samboð-
ið; öllu öðru varpa jeg fyrir borð. Enn um nokkur ár
var hann þó svo önnum kafinn við kenslu, að hann gaf
sig ekki fram opinberlega, fyrri en þau atvik komu fyrir,
er upptendruðu siðferðilega gremju hans. Þá óð hann
fram á vígvöllinn og var hinn vígreifasti, þótt hertýgin
væru fremur stór og þunglamaleg í fyrstu og hann færii
fremur óhöndulega með þau.
Magnús fór aðallega tvær herferðir í lifi sinu. Fyrri
herferðina fór hann til þess að hjálpa litlum trúarflokki,.
svonefndum baptistum, sem um þetta leyti urðu fyrir
miklum ofsóknum í Danmörku. En af því að Martensen
hafði ritað gegn baptistum, sneri Magnús aðalárásinni á
hendur honum og kenningum hans. Hjelst sú herferð í
5 ár, frá 1844—49. Þá kemur þagnarbilið mikla í lifi'
Magnúsar frá 1851—63, þar sem hann er að búa sig eins
samviskusamlega og hann frekast getur undir hina síðari
herferð sína á hendur kirkjunni yfirleitt; en sú herferð'
stóð frá 1863—73 eða full 10 ár; eftir það varð hljótt
um Magnús, enda var hann þá hniginn á efri ár og reit
ekki annað en fagrar guðrækilegar hugleiðingar, eins og
t. d. hið litla rit sitt um bænina (Om Bonnen). En fyrir
hverju barðist hann þá, munu menn spyrja? Því er fijót-
svarað: fyrir hreinum og ómenguðum kristindómi, eða,
svo að jeg tali enn skýrar: fyrir kenningum þeim, sem
hann eftir sinni bestu vitund og rannsókn á ritningunni