Skírnir - 01.01.1924, Page 56
Skírnir]
Um Magnús Eiriksson.
47'
hjelt, að Jesús Kristur hefði sjdlfur haidið fram, en á móti
öllum síðari tíma viðhótum.
IV. Fyrri herferö Magnúsar.
Um 1840 fór að bera á svolitlum sjertrúarflokki i
í Danmörku, er nefndust baptistar (Skírendur), af þvi að
þeir vildu ekki láta skíra börn sín fyr en þau væru kom-
in til vits og ára og gætu svarað fyrir sig sjálf. Baptistar
þessir voru hið mesta friðsemdar fólk; en jafnskjótt og
þeir tóku að hafa á móti barnaskírninni, hófust ofsóknir
gegn þeim upp á góða, gamla vísu; tóku jafnvel æðstu
menn kirkjunnar, biskupar, prelátar og prófessorar, eins
og Mynster biskup og Martensen, þátt í henni. Og ekki
var nægst með orðin tóm, heldur voru menn þessir sekt-
aðir, eignir þeirra gerðar upptækar og þeim varpað i
fangelsi um lengri eða skemmri tíma. Þá var það, að Magn-
ús Eiríksson stóðst ekki lengur mátið. Honum gramdist
þetta og hann samdi stórt rit þeim til varnar, er hann
nefndi: Um baptista og barnaskírn (Orn Baptister og
Barnedaab, Kh. 1844). Varð hann sjálfur að gefa það út og
Btandast allan kostnað þess, því að bókaútgefendur vildu
hvorki hætta eignum sínum nje mannorði í slíkt glæfra-
fyrirtæki.
Með þeirri óhlífni, sem aðeins hæfir góðu máli, lýsir
Magnús yflr því, að aðferð sú, sem klerkavaldið hafi beitt
og látið beita gegn mönnum þessum, sje jafn ósæmileg
eins og hún beri vott um andlega eymd kirkjunnar
sjálfrar. Mælir hann í garð kirkjunnar á þessa leið:
»a). Að beita nokkrnm örðum vopnum (en andlegnm vopnum í
andlegnm og þó einkum í kristilegum efnnm sýnir: að hið kristilega
andlega líf er meira eða minna falsað eða svikið hjd þeim, sem
þetta gera eða ráða til að það sje gert; að visn getnr andleg herferð
vel samrýmst kærleikslögmálinu, en að neyða menn eða að kúga, rœna
þá eignum, frelsi eða lífi getur ékki samrýmst þvi .... Þegar því
kirkjan, til þess að verða eins kristileg eins og henni er frekast nnt,
óhlýðnast kærleikslögmálinn og hefir það að engu, enda þótt það sje
aðalkjarni og undirstaða kristindómsins, þá vinnnr hún sýnilega að þvf
einu: að tortima sjálfri sjer sem kristilegu samfjelagi, og þvi het-