Skírnir - 01.01.1924, Page 58
'Skirnir] Um M»gnús Eiríksion. 49
-skírninni, að þar væri um nokkurskonar útrekstur djöf-
ulsins að ræða.
í niðurlagi bókarinnar fer Magnús loks að tala um
það, hvernig kirkjunni beri að haga sjer á vorum dögum.
Einhver eftirtektarverðasta staðhæfing hans er bú, að
kirkjan eigi i sífellu að leitast við að þroska svo trúar-
kenningar sínar, að þær verði æ frjálsari og nálgist æ
meir og meir anda sjálfra guðspjallanna. Og þá er ekki
síður sú ályktun hans eftirtektarverð, að kirkjan eigi að
8ýna öllum sjertrúarflokkum umburðarlyndi, en þó eink-
um þeim, sem aðhyllist evangeliskari skilning á trúar-
kenningunum. Lýkur hann svo máli sinu með þessum
orðum: »í kirkjunni — ef hún annars vill heita kirkja
Krists, — ættu menn, frekar en í nokkru öðru samfjelagi,
að fylgja þessari reglu: »Einingu í því nauðsynlega,
óbundnar hendur í vafaatriðum og kærleika í hvívetna*.
<p. 571).
Þetta djarfmannlega rit Magnúsar vakti all-mikla at-
hygli. Var þess getið fremur lofsamlega í hinum frjáls-
lyndari blöðum Dana, eftir því er Schwanenflugel segist
frá, og ekki óvingjarnlega í hinum íhaldssamari tímarit-
um, en prestarnir gættu þess að hreyfa ekki við þvi einu
orði. Því meiri áhrif hafði það á Magnús sjálfan og
hugsunarhátt hans. Það örfaði tilhneigingu hans til óháðra,
róttækra rannsókna og hann afrjeð nú að halda áfram
á þeirri braut, sem rjettlætistilfinning hans og sannleiksást
höfðu leitt hann út á, og það því heldur sem hann nú
tók að dreyma merkilega drauma, sem hann lagði hinn
mesta trúnað á.
Uppi yfir altarinu í Frúarkirkju í Kaupmannahöfn er,
oins og kunnugt er, aðdáunarvert likneski, gert af landa
vorum Albert Thorvaldsen, þar sem Kristur rjettir út hend-
urnar rjett eins og hann vildi segja; »Komið til mín
aUir þjer, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, eg vil gefa
yður hvíld«. Margoft hafði Magnús Eiriksson, sem var
svo innilega trúhneigður maður, dáðst að þessu líkneski
°S hinu mildiríka yfirbragði Krists; en einhvern veginn
4