Skírnir - 01.01.1924, Page 60
Skirnir] Um Magnús Eiriksson. 61
eftirfarandi árum og að síðustu komið honum á únitara-
skoðunina.
En nú fanst honum öðru fremur nauðsynlegt að rann-
saka til róta trúarskoðun sína og annara og það kom
honum til að rita smárit eitt, er hann nefndi: Trú, hjá-
trú og vantrú (Tro, Overtro og Vantro, 1846). Hann lýsir
þar sjálfur trú sinni sem »skynsemistrú« er sje jafnfjarri
oftrú og vantrú. Skynseminni lýsir hann sem einskonar
innra allsherjar-skilningarviti, er gefi mönnum hugmynd-
ina um guð, eilifðina og ódauðleikann. Verði vel að greina
skynsemina frá skilningnum, er aðeins geti gefið manni
hina takmörkuðu vísindalegu þekkingu á hlutunum og
oft leiði til vantrúar, og þá ekki síður frá hjátrúnni, er
spretti annað tveggja upp af vanþekkingu og trúgirni
eða taumlausri ímyndun. Skynsemin í sambandi við
skilninginn er að áliti Magnúsar sú eina heilbrigða und-
irstaða, er menn geta bygt trú sína á, og þessvegna endar
hann íhuganir sínar um trúna á þessum orðum: — »þvi
ætti sjerhver maður að nota gaumgæfilega og samvisku-
samlega gáfur þær og hæfileika, sem guð hefir gefið hon-
um, með ósjerplægni og án nokkurs tillits til veraldlegra
hagsmuna. Honum ber að »próía alt og halda því, sem
gott er« og hann á »ekki að vera þræll mannanna*.
Hvernig mundi Kristur hafa getað mælt þessi orð: »Sann-
leikurinn mun gjöra yður frjálsa*, og hvernig gætu orð
þeBSÍ haft nokkra skynsamlega merkingu, ef kristn-
ir menn ættu að láta leiðast af öðrum og trúa því, sem
aðrir trúa, og dirfast ekki að taka eða að hafna öðru en
því, sem aðrir hafa aðhylst eða hafnað?« (p. 110). Með
þessum orðum setur Magnús sjálfum sjer markmiðið fyrir
starfi sínu og stríði, að taka ekki neitt tillit til hinna
veraldlegu hagsmuna sinna nje heldur þess, sem aðrir
telja gott og gilt, heldur þess eins, er honum virðist sann-
leikanum samkvæmt, og hann efndi þetta dyggilega í
öllu lífl sínu.
En þarna hefir hann líka fundið alin þá og mæli-
stiku, er hann mælir aðra á. 1 ritlingi þessum tekur
4*