Skírnir - 01.01.1924, Síða 62
Skirnir]
TJm Magnús Eiriksson.
53
ús til að þagna með öðru móti, með því að evifta hann
öllum nemendum hans. Hvort sem nú Martensen sjálfur
heflr átt nokkurn þátt í því eða engan, þá fór nú svo
innan lítils tíma, að enginn nemandi drap framar á dyr
þess manns, sem áður hafði verið svo umsetinn og eftir-
sóttur leiðbeinandi. Var hann því nú algjörlega sviftur
þeim ríflegu tekjum, er hann hafði áður haft af kenBlu
sinni. En þetta hafði þó ekki hin tilætluðu áhrif á Magn-
ús; það kom honum ekki til að þagna.
En ákaflega átti nú Magnús bágt. Af hjálpfýsi sinni
og hjartagæsku hafði hann skrifað upp á nokkra víxia
fyrir vini sina og kunningja og lenti nú í klónum á okur-
körlum þeim, sem áttu vixlana. Hann hafði líka, þegar
deilan stóð sem hæst við Martensen, ritað sjálfum konungin-
um brjef um það, að Martensen yrði settur af, þar eð
hann færi með villukenningar, og jafnframt fann hann af
frjálslyndi sínu að ýmsum gjörðum stjórnarinnar, en þetta
varð til þess, að konungurinn, Kristján VIII., bauð að
höfða opinbert mál á bendur Magnúsi. Hinn opinberi
ákærandi átti nú að stefna honum til dóms og laga, og
vinir Magnúsar hugðu, að honum væri glötunin vís. En
þá dó konungurinu (1848) og hinn nýi konungur, Friðrik
VII., sem var maður frjálslyndur, gaf út almenna uppgjöf
saka, er hann tók við ríkjum, og við það fjell mál Magn-
úsar einnig niður1). Um líkt leyti eða nokkru síðar höfðu
okurkarlar þeir, sem Magnús var í klónum á, verið tekn-
ir fastir; urðu þeir sannir að sök og voru dómfeldir, en
skuld Magnúsar, sem var orðin áttföld, færð í rjett horf.
Flestum mun nú þykja, sem Magnús hafi sloppið vel úr
þessum tvöfalda vanda; en sjálfum þótti honum það mið-
ur, að' mál sitt skyldi ekki verða dæmt, svo sannfærður
var hann um rjettmæti málstaðar síns; og mestan hluta
ævi sinnar var hann að smáborga skuldina til okurkarl-
‘) Magnús fór á fund Eriðriks VII og þakkaði honum uppgjöfina,
sem raunar heföi ekki verið annaö en rjettlætisverk. Konungur hroíti og
sagði, að hann mnndi gera sjer far um að ástunda rjettlætið, og þótti
Magnúsi þaö konunglega mælt (sbr. Óðinn, VIII, 2).