Skírnir - 01.01.1924, Blaðsíða 63
54
Um Hagnús Eiriksson.
[Skirnir
anna, því sakir tveggja [fjölskyldumanna danskra, sem
voru á víxlunum með honum, vildi hann ekki láta gera
sig og þá gjaidþrota. Hann tók því skuld þessa á sig og
streittist við að borga hana, þótt sjálfur væri hann nú
orðinn svo fátækur, að hann ætti varla málungi matar.
Á þessum eymdarárum Magúsar bar svo við, að
biskupinn yfir íslandi, sem þá var, Helgi Thordarsen kom
til Kaupmannahafnar (1855—56), og er hann heyrði, hvern-
ig komið var fyrir Magnúsi, sýndi hann sig að því dreng-
skaparbragði að hvetja Magnús til þess að sækja um brauð
á íslandi. Skilningur hans á skírninni skyldi ekki verða
því til fyrirstöðu, að hann fengi það, og aðrar afbrigði-
legar skoðanir í trúarefnum hafði Magnús þá enn ekki
látið uppi, svo menn vissu. Magnús sótti þá um og fjekk
veitingu fyrir einu að bestu brauðum landsins, Stokkseyr-
ar- og Kallaðarness-prestakalli. Eu nokkrum dögum sið-
ar bað hann um lausn frá prestskap, þar eð hann teldi
sig ekki til þess fallinn að ganga í þjónustu kirkjunnar.
Hvernig vjek þessu við? — Jú, Magnús hafði notað
þessa fáu daga til þess að reyna og prófa sjálfan sig, og
hann var svo hreinskilinn maður og samviskusamur, að
hann hlaut að kannast við það fyrir sjálfum sjer, að hann
væri kominn of langt frá kenningum kirkjunnar til þess,
að honum sæmdi að gerast þjónn hennar. Vildi hann
aftur á móti vinna að umbótum á kirkjukenningunum,
bæri sjer að halda gagnrýni sinni áfram og segja allan
sannleikann. En skoðanir hans voru nú fyrir rannsóknir
hans á biblíunni og eigin íhuganir orðnar svo róttækar,
að hann hikaði við það full 12 ár af lífi sínu (1851—63)
að gera þær heyrinkunnar.
Hjer verður því hið mikla þagnarbil í lífi óg starfi
Magnúsar Eiríkssonar, þar sem hann rauf aldrei þögnina
nema rjett í upphafi, er hann undir dulnefninu Theodor
Immanuel reit hin elskulegu brjef til Clöru Raphael. Ætla
jeg nú að segja frá þessum millileik í þagnarbilinu mikla,
þar sem Magnús Eiríksson gerðist riddari kvenþjóðarinnar
og einhver fyrsti talsmaður kvenfrelsisins á Norðurlönd-