Skírnir - 01.01.1924, Page 64
'Skírnir]
Um Magnús Eiriksion.
55
um. Naumast hefði þó Magnús tekið máli þeBarar konu,
ef trúarskoðanir þeirra hefðu ekki verið svo áþekkar, að
hann hefði getað talið hana andlega systur sína. En svo
voru skoðanir þeirra likar, að Magnús bauðst til að verja
þær í hverju smáatriði. Hann greinir þvi hjer frá öllum
þeim trúarskoðunum, er hann síðar hjelt fram fullum
hálsi og varði til hinnar síðustu stundar sem sannkölluð
andans hetja.
V. Brjefin til Clöru Raphael.
Árið 1850 hafði hámentuð dönsk kona, M. L. Fiebiger
að nafni, ritað »Tólf brjef* um kúgun og jafnrjetti
kvenna undir dulnefninu Clara Raphael. Urðu margir
merkir menn til þess að ræða og rita um brjef þessi og
rjeðust flestir all-mjög á móti því, sem þar var haldið
:fram. En þá gerðist Magnús Eiríksson aðalstuðningsmað-
ur hennar og verjandi og reit »Breve til Clara RaphaeU
•undir dulnefninu Theodor lmmanuel árið 1851; — kennir
þar bæði riddarans og hins frjálslynda manns. I þessu
riti sínu um kvenfrelsið beitir Magnús mörgum sömu rök-
semdum og Stuart Mill beitti 18 árum síðar í riti sínu um
»Kúgun kvenna« (1869). En ritið er og að því leytí
merkilegt í ritferli Magnúsar Eiríkssonar, að þar bólar
fyrst verulega á sjertrúarskoðunum hans, öðrum en skoð-
un hans á skírninni. Og þetta er eitt hið elskulegasta
rit Magnúsar fyrir það, að þar kennir engrar verulegrar
ádeilu, heldur er alt sagt þar blátt áfram og hispurslaust,
en þó með einhverri ástúðlegri hlýju.
Clara Raphael hafði byrjað brjef sin á þvi að halda
'því fram, að karlmenn settu sjer oft einhvern æðri tilgang
með lífi sínu, er stefndi að frelsi, mannúð eða að einingu
og velferð alls mannkynsins. En Magnús byrjar á þvi að
virða fyrir sjer hinar mismunandi stjettir manna í þessu
tilliti og kemst að þeirri miðurstöðu, að karlmenn setji
sjer venjulegast einhver þröng og eigingjörn markmið
með lifi sínu. Væru það aðeins einstaka ágætismenn í
Everri kynslóð, sem væru nógu frjálshuga og óeigingjarn-