Skírnir - 01.01.1924, Side 66
Skirnir]
Um Magnns Eirikseon.
57
Þótt nú Magnús tæki svo drengilega máli kvenna í
fyrsta sinnið, er því var hreyft verulega á Norðurlönd-
um, mun honum þó hafa þótt meira vert um hitt, hversu
trúarskoðanir þeirra Clöru Raphael voru líkar. Clara
Raphael hafði í brjefum sínum vikið bæði að skírninni,
erfðasyndinni, friðþægingarkenningunni, kenningunni um
þrenninguna og guðdóm Krists. En trú hennar lýsti sjer
í barnslegu trúnaðartrausti til Guðs, og trúarjátning henn-
ar var á þessa leið: »Mjer hefir aldrei fundist jeg þurfa
neinn meðalgangara milli Guðs og min«. — »Til er einn
Guð, Faðir allra; jeg get ekki skilið, að honum sje skift
í þrent. Jeg trúi á heilaga Einingu, en ekki á heilaga
Þrenningus.
Þannig hljóðaði trúarjátning Clöru Raphael, og Magn-
ús tekur hjartanlega undir hana og alla trúarskoðun
hennar, býðst meira að segja til að verja hana í hverju
ein8töku atriði. Einkum leggur hann þó áherslu á þá
staðreynd, að Jesús hafi hvergi kallað sig »Guðs son«,,
heldur »mannsins son«, og að hann hafi sýnt nákvæmlega
sama trúnaðartraust og auðmýkt gagnvart Guði og hver
annar dauðlegur maður. Hann hafi heldur ekki lagt
áherslu á friðþægingarkenninguna, heldur á mÍBkuun Guðs
og iðrun mannsins sjálfs og afturhvarf, eins og sjá má
af dæmisögunni um glataða soninn (Lúk. XV). Þetta
væri hinn eiginlegi fagnaðarboðskapur Jesú til mannanna
barna, að Guð væri ástríkur faðir allra, tæki jafnvel með
sjerstökum fögnuði á móti hinum glataða syni, ef hann
aðeins sæi að sjer og hyrfi heim aftur til föðurhúsanna.
Jesús væri sonur Guðs í þeirri merkingu, að hann væri
8endur af Guði, líkt og spámennirnir; boðskapur hans
væri aðeins miklu fyllri og háleitari en boðskapur þeirra,
því að í honum fælist alt það besta og göfugusta, sem
vjer vissum um kærleika föðurins á himnum. Því er
OB8 óhætt að Bnúa obs milliliðalaust til Guðs, eins og
raunar Jesús sjálfur kendi með Faðirvorinu. Jesús var
aðeins sendiboði Guðs, eða ef mönnum sýnist svo, hinn
smurði Guðs, Messias. —